Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

föstudagur, febrúar 18, 2005

Vá hvað það er mikið að gera þessa dagana, en annasemin er skemmtileg og gefandi.
Var að endurgera upprunalega sameiginlega merkingu á stofni indóevrópsks orðs sem eru mismunandi í tungumálum eins og þýsku, veddísku, íslensku, latínu, grísku o.fl. Hvert tungumál hafði mismunandi orð og mismunandi merkingu, en hægt var að leiða bæði myndun orðsins og merkingu frá einum sameiginlegum uppruna. kúl
Í gær kom fram mjög svo áhugaverð pæling í skrift og handrit. Í nokkrum handritum koma inn á milli rithendur sem skrifa lítinn hluta af handritinu og enginn veit hver skrifaði. Handrit eru oftast rituð af fáeinum skrifurum sem skiptust á að skrifa og gátu tekið mörg ár í það. En í sumum koma fram kaflar þar sem rithendur eru óþekktar og ólíkar aðalskriftarhætti handritsins. Ein tilgátan til að útskýra þetta er að handritin hafi verið eins konar 'gestabók', þ.e. að aðkomumenn sem kunnu að skrifa fengu að skrifa sinn hlut í handritinu er þeir áttu leið hjá á því býli sem handritið var skrifað á. Fannst mér þetta sniðug hugmynd að gestabók, að gestir og gangandi fengju að skrifa línu í bók eða handrit sem gat oft verið veglegt og virðingarvert að vera hluti af slíku verki.
Elliheimili eru sko ekki á nýnálinni, ónei. Þau voru til á miðöldum og voru einkum ætluð fyrir kamla karlskrugga sem höfðu verið prestar eða slíkt. Og þeir sem þekkja til Flóamannasögu þá er ein tilgátan að hún hafi einmitt verið samin á einu elliheimilinu þar sem hún þykir mjög karlrembuleg.
Og alltaf eru umræðurnar á kaffistofunni ágætu í Árnagarði skemmtilegar. Norska kýrin fær ekki landvistarleyfi þar sem framburður hennar er ekki í samræmi við framburð íslensku kýrinnar.
Ljúft er íslenskunámið, gagnlegt og gaman!