Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

þriðjudagur, mars 15, 2005

Ég horfi stundum á sjónvarp, svona líkt og meginþorri landans, og eru það aðallega framhaldsþættir amerískir og sápuóperur af bestu gerð.
Í gær horfði ég á CSI, sem eru mjög góðir þættir. Ég hef tekið eftir því að slíkir þættir sem eru sambærilegir CSI hafa aukist mjög, nú eru komnar þrjár týpur af CSI-þættinum og gerast þeir allir í mismunandi borgum í Bandaríkjunum. Einnig sýnir Skjár Einn nokkrar týpur af Law & Order, sem eru löggu- og lögfræðingaþættir. Þetta eru allt ágætis þættir upp að vissu marki.
En þessir þættir eru fremur innihaldslitlir, þeir eru allir eins en málin sem spæjararnir vinna í mismunandi. Og nýji CSI-þátturinn sem á að gerast í New York hefur að geyma mjög góða leikara, en persónur þeirra svo óaðlaðandi og það er eins og hver þáttur hafi sömu persónurnar. Einn aðalgæi sem veit allt, ein hot chick sem er mjög fullkomin í útliti og meir að segja sami klæðaburður!!(beinar buxur, háhælaðir skór, skyrtur, sítt flott hár sem er alltaf slétt eða að mestu leyti)
Þó svo ég hafi gaman af þessum þáttum, þá leiðist mér hvernig þessir þættir eru alltaf eins og það er meira hugsað um hvernig hlutirnir eru rannsakaðir, hvernig eigi að finna þann "vonda" og refsa honum. Það er kannski líka málið, þessir þættir ganga út á það að glæpur er framin, liðið rannsakar málið og finnur sökudólg sem fær makleg málgjöld yfirleitt, þ.e. dæmdir í fangelsi eða til dauða. (sem er nú engin lausn að mínu mati)
Kannski virkar þetta útí Bjanda-ríkj-unum, en hérna heima? Erum við orðin eins og usa-menn, sjáum bara hið góða eða hið slæma í mönnum? Að ef menn brjóta af sér séu þeir "illir" og það verður að loka þá inni í fangelsi eða drepa þá? Og viljum við fá svona þætti, fólk sem lifir fyrir starfið og hefur enga galla(að nokkru leyti) og ekkert einkalíf? Ekkert fítt í hinu mannlega lífi, bara koma hinum "illu" frá?
æ ég er farin að bulla, fokking beygingar-fræði!!
út ég fó-r, seg-ð-u mér sög-u, beyg-ing-ar-fræð-i.........