Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

laugardagur, mars 12, 2005

Á meðan einn maður fremur glæp, er annar að gera góðverk...
Á meðan einn maður eyðir mannslífi, er annar að fæða nýtt mannslífi inní heiminn...
Á meðan einn maður sveltir, hámar annar í sig alls kyns óhollustu...
Kannski er ég einföld en ég skil ekki af hverju þarf heimurinn að vera eins og hann er? Hví geta ekki allir notið þess góða sem lífið hefur upp á að bjóða? Af hverju þurfum við að fara illa með hvort annað og ef verra er okkur sjálf?
Hvers vegna situr grátandi barn í Eþíópíu, með útblásin maga af vannæringu þegar ég sit hér í Breiðholtinu, Reykjavík, Íslandi og háma í mig góðgæti?
Hvers vegna metum við lífsgæðin í eignum, peningum og dauðum hlutum þegar lífshamingjan á að snúast um hamingju, ást og almenna velsæmd í lífinu?
Það þýðir ekkert að segja við mig að svona er þetta bara og við getum voðalega lítið í þessu gert, við höfum öll val og ef við meiðum, stelum eða særum veljum við að gera það...
Inn í okkur öllum býr gott, meir að segja Osama bin Laden...
Og af hverju þurfum við að flokka heiminn niður eftir illu og góðu? Ef þú ert góður þá ertu látinn í friði, en ef þú átt illa uppdráttar, lendir í slæmum málum þá bara sorrí vinur í fangelsi með þig ásamt öllum hinum "vondu" gaurunum
Er það ekki skylda okkar sem höfum það fínt að aðstoða þá sem minna mega sín? eða reiknaði ég dæmið svona illa? Ég hef nú aldrei verið góð í reikningi en veit þó að tveir plús tveir gera fjórir, að ef við stöndum saman getum við gert betur og útkoman verði í plús fyrir okkur öll.
En aftur að réttarkerfinu, já þetta nafn er alveg fáránlegt fyrir kerfi sem er ekki einu sinni "rétt". Hvernig erum við sem samfélag að refsa afbrotamönnum með því að losa okkur við þá, t.d. með dauðarefsingum? Hvað er "dómskerfið" að segja með því að myrða afbrotamenn? Er það ekki viðurkenning á því að það er allt í lagi að drepa?
Það er venjan, allavega á mínu heimili að ef e-ð bilar t.d. eins og vaskur er rót vandans fundinn og gert við lekann, en ekki bara lokað fyrir hann. Hvers vegna gerum við það ekki við manneskjur líka? Finnum rót vandans og reynum að lagfæra hann í stað þess að henda fólki inn í lokað stórt hús og láta það dúsa við lágmarksaðstæður þar sem vandinn eykst bara. Og ekki reyna að segja mér að það sé ekki hægt að hjálpa eða aðstoða þeim sem hafa lent illa í því, það er þá þitt val að ákveða það.
málefnaleg my ass!!!!