Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

mánudagur, mars 14, 2005

Nei, nei ekkert þungt hugsi.., vildi bara koma þessum hugleiðingum á framfæri.
Fór í bíó á laugardaginn með henni Helgu vinkonu minni sem er með dansandi Hawaii-stelpu í bílnum sínum.., svaka flott. Við sáum myndina um Ray Charles, þrusugóð mynd að mínu mati og tónlistin bien sur skipaði veigamiklu hlutverki. Fyrir ykkur sem ekki vita var Ray Charles mikill tónlistamaður.
Skondið þegar ég kom heim og opnaði imbann blasti við mér kvikmynd sem fjallaði um ævi Tim Morrison, og fyrir ykkur sem hafa greinilega ekki hundsvit á tónlist var hann söngvari The Doors.
Myndin um Ray var vel gerð, vel leikinn og saga hans mjög sorgleg að mörgu leyti. Tim Morrison átti ekki heldur sjö dagana sæla, dó ungur úr of stórum skammti eiturlyfja. Ray Charles notaði líka dóp til þess að gleyma minningum sínum um æskuna, hann hætti að nota heróín þegar hann tókst á við fortíðardrauga sína og dó á síðastliðnu ári.
En ég fór að velta fyrir mér þessum ævisögum frægra manna, nú hafa verið gerðar ansi margar kvikmyndir um fræga tónlistarmenn og flestir þeirra átt fremur erfitt líf, verið í dópi og átt fullt af konum og börnum, átt erfitt uppdráttar, verið sviknir o.þ.l. Þá velti ég fyrir mér hvort þessir menn sem skilja eftir sig svo mikið, þ.e. tónlist þeirra, geti ekki fúnkerað í "normal" lífi? Er það frægðin sem leiðir þá á braut eiturlyfja eða ráða þeir ekki við t.d. fortíðardrauga eða erfið samskipti?
Hvernig er það svo fyrir normalt fólk, getur það þá ekki orðið tónlistarséní eða markað sína braut á sviði tónlistar ef æskan var ljúf og eiturlyfjafíknin ekki til staðar? Eða er framtíðin sú að besta tónlistin sem við fáum sé álíka og Nylon-gellurnar?
Georgia on my mind....