Honum var hent út, ástæður margar og flóknar en óútskýranlegar. Næstu daga ráfaði hann um eins og kaldur kjölturakki. Fólk gekk á hann, strunsaði framhjá honum, hann var ósýnilegur fyrir heimnum. Það rigndi, stytti upp og nýr dagur reis með sól. Hann var skítugur, kaldur og svangur og þráði það heitt að fólk myndi taka eftir honum. Hann varð þreyttur, átti í enginn húsaskjól að leita og settist upp að húsvegg. Hann sofnaði værum svefni og vaknaði aldrei aftur.
Nokkrum dögum síðar birtist frétt í dagblaðinu, um líkfund. Fundist hafði lík sem var farið að lykta svo illa að loks komu bæjarstarfsmenn og fjarlægðu það. Enginn hafði tekið eftir því, fólk gekk framhjá því dag eftir dag þar til einhver hringdi í bæjaryfirvöld og kvartaði undan lykt við þá götu sem hann hafði sofnað við.
Enginn kom í jarðarförina, enginn hafði saknað hans. Það birtist enginn minningargrein, hann hafði ekki skilið neina arfleið eftir sig á jarðríki.
Hugsum málið...., gleðilegt sumar....
<< Home