Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Hví var enginn búin að benda mér á málfræði Kristjáns Árna?! Afspyrnu góð bók, líkt og talað úr mínu hjarta. Ég og Kristján erum ansi sammála, allavega um þann hlutinn sem snýr að tíð og tíðbeygingu.
En um allt annað...
Nýyrðasmíði er ekki einungis viðfangsefni gamallra og grára málfræðinga sem eru farnir að samsvara sér við húsgögn Árnastofnunar, heldur er hún eins frjó og grasagarðurinn hjá stúdentum sem sötra kaffi og fá sér gotterí í kaffistofu Árnagarðs. Bjarki hin vitri, Haukur hin spaki, Guðlaugur hin seini og Sigríður hin skyggna komu með nýyrði á hugtökum til að lýsa fornbókmenntum vor, nú eða bókmenntum almennt við kaffidrykkju í dag. Ljóð sem er lélega kveðið verður kallað gubb í framtíðinni ef þessi nýyrðasmíði nær góðri undirtekt meðal fræðimanna og ælusletta er hugtak um ósamsettn-íng í stuðulun í eddukvæðum. Allt er þetta sprotið út af líkingarmáli sem Bjarki hin vitri notaði fyrir handrit vor og vinnslu við uppskriftir af þeim, sem var líkt við sóffa (borið svona fram af hinum vitra) og ælu. Það var Sigurrós kennd við dans (ég) sem var vitni að þessum umræðum, kætist vel og mikið af þessum umræðum og lét í ljós ánægju sína með sprengihlátri.
Ritað með eigin hendi, á eigin lyklaborði