Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

sunnudagur, apríl 24, 2005

Í leti minni í gær fann ég mér allt annað að gera en það sem ég hefði átt að vera að gera, læra. Ég fór að baka, þvoði þvott, tók til, fór með tómar dósir, verslaði, glápti endalaust mikið á sjónvarpið og þar á meðal omega, þar sem ekkert annað en íþróttir voru á hinum stöðvunum og ekki mikill áhugi á þeim hér á bæ.
Á Omega var verið að ræða Biblíuna og þýðingar á henni og þar var viðmælandi hinn ágæti Gunnar í Krossinum sem Spaugstofumenn gera óspart grín af þessa dagana. Ég eiginlega festist inní umræðunni sem átti sér stað í þættinum, þar nefndu þeir hina nýju þýðingu á Biblíunni sem væri verið að vinna í og þá galla sem þeir sáu á henni. Þar nefndu þeir að ekki ætti að breyta orðalagi Biblíunnar, að Biblían ætti að vera eins og hún væri. Röksemdir þeirra sem vildu fá nýja og jafnréttislega Biblíu, væru þær að það orðalag sem væri í Biblíunni biði ekki upp á mikið jafnrétti meðal allra samfélagshópa og væru hreint og beint niðrandi fyrir suma hópa. Þar fór mest fyrir samkynhneigðum sem ýta sífellt fastar á lúterska kirkju um samþykki þess að mega gifta sig og tilheyra kirkjunni á þann hátt sem gagnkynhneigðir menn gera.
Ég er ekki á móti samkynhneigðum, en ég er aftur á móti gegn því að breyta riti eins og Biblíunni á nokkurn hátt. Biblían hefur lifað með manninum í rúm tvö þúsund ár, í gegnum allt það sem mennirnir hafa valdið sjálfum sér og heiminum. Biblían býður ekki upp á jafnrétti fyrir einn eða nein, ef litið er á merkingu þess orðs eins og við þekkjum það í dag. Ætti kannski að koma aukakafli í Biblíuna sem segir til um jafnrétti meðal kynja? Því sú hugmyndafræði sem ríkir í Biblíunni á svo sannarlega ekki upp á pallborði við jafnrétti kynjana í dag.
Ég er ansi hrædd um, og þar erum við Gunnar sammála, að ef menn fara að breyta og laga Biblíuna að þörfum manna hverju sinni erum við komin langt frá því sem Biblían boðar og því sem hún hefur staðið fyrir í tvö þúsund ár.
Biblían er ekki fullkomin, hún er nefnilega skrifuð af mönnum. En Biblían er höfuðrit og hefur verið höfuðrit okkar manna frá því kristnir urðum. Að breyta slíku verki værum við ekki bara að breyta ritinu heldur okkur sjálfum.
Correct me if I'm wrong