Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Nú er mér allri lokið, ég er endanlega búin að fá nóg af raunveruleikaþáttum..ef svo á að kalla.
Um daginn var ég að fletta í gegnum stöðvarnar og endaði á popptíví, þeirri líka karlrembustöð sem hún er orðin og fremur einhæf. Á stöðinni var verið að sýna úr þætti, raunveruleikaþætti, sem er í sýningu á popptíví. Jájá, allt í lagi með það, en þegar ég sá um hvað þátturinn var, þá var mér bara allri lokið. Þátturinn var um Amish-unglinga, sem voru að upplifa rumspringa sitt og bjuggu með nokkrum "venjulegum" unglingum. Þvílík endemis vitleysa!! Er ekkert heilagt fyrir Bandaríkjamönnum, og geta menn ekki hætt að gera svona fáránlega sjónvarpsþætti sem fjalla ekki um neitt!! Það atriði sem ég sá voru krakkarnir sitjandi við borð, étandi jarðaber og talandi um ekki neitt.
Anskotans sjónvarp!