Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

þriðjudagur, maí 10, 2005

Á meðan þið kæru lesendur sváfuð værum svefni undir hlýrri sæng, sátum við systur og lukum við lokaritgerð systur minnar í nótt. Ég hef fræðst mikið námsmat í stærðfræði, gæti sagt ykkur frá heildrænu námsmati, lærdómsmiðuðu námi og svindlprófi. Já tímarnir hafa svo sannarlega breyst frá því ég var í grunnskóla, þá var námsmat fremur einhæft og aðeins skrifleg próf notuð til að meta námsgetu manns. Í dag er námsmat mjög fjölbreytt og t.d. eru notuð svindlmiðar til að kenna krökkum glósutækni.
Og á meðan við systur sátum við skriftir í morgunsárinu fór maður systir minnar að bjarga mannslífum, fjölhæf þessi fjölskylda og skilar sínu til samfélagsins.
En nú er smá pása, komin svefntími áður en lokayfirlestur hefst.
Góða nótt...