Yndislegur dagur, yndislegt veður og nú væri gaman að vera úti, fylgjast með ungviðinu njóta sumarsins og finna ilminn af nýkomnu sumri. Á meðan aðrir ganga um götur miðborgarinnar, sleikjandi ís með bros á vör, húmir rósin á þjóðarbókhlöðunni og lærir, réttar sagt skrifar ritgerð um gríska málsögu. Gaman saman með grískunni og samanburðarmálfræði. Ég verð hér þó ekki deginum lengra en þar til á morgun, því á morgun ætla ég að komast í sumarfrí, já sumarfrífrí!!
Næsta vika verður fríið mitt, mitt langþráða frí, svo tekur við hin elskulega lokaritgerðin mín. Fyrir ykkur sem ekki vita er ég búin að fresta útskrift, ætla að taka það með trompi með nýjum rektor í október í háskólabíói og taka við plagginu mínu. Ritgerðin verður kláruð í sumar, ójá ójá.
Sumarið er tíminn...
<< Home