Er de her som vi kan se de danske sagas??
For helvet, nej kvinde de er islandske!!
Danir eru þjóð mikil og spekingsleg, en stundum ansi hrokafull og telur sig eiga heiðurinn af varðveislu Eddunnar og annarra fornra sagna. Töldu sig meðal annars hafa verið ansi "góða" að "geyma" þau fyrir okkur í öll þessi ár. Er það nú!!
Ég er sumsé umkringd ferðamenn þessa dagana, á ekki verri stað en Þjóðmenningarhúsinu þar sem handritin eru til sýnis. Ef ykkur leiðist þá er um að gera að koma og heimsækja mig og svo gæti bara farið að ég leyfi ykkur að sjá handritin okkar íslensku!!
Hún Lilja mín kom og heimsótti mig um daginn og við hoppuðum og skoppuðum inní fremur myrkvuðum sölum handritasýningarinnar þar sem við t.d. sáum elsta varðveitta handrit Grágásar, Egils-sögu og annarra Íslendingasagna. Það hefði mátt líkja okkur við börn í nammilandi, svo gaman var hjá okkur.
Annars er fólk gott og kurteist, almennt ánægt með Frón og landan. Landinn mætti alveg koma og sjá gersemar sínar meir, já sei sei, þei þei ókeykey.
<< Home