Ég er raddlaus, bókstaflega raddlaus.
Reyndi að afgreiða einhverja útlendinga í dag, en það gekk nú fremur illa þar sem þeir horfðu á mig skrýtnum augum og skyldu ekkert í þessari fölsku snót sem var að reyna að útskýra fyrir þeim hvar sýningar hússins væru, hvernig íslenskir stafir væru, að það mætti ekki fara inn með stórar töskur og hvaða kona það væri sem prýddi fimmþúsundkróna seðilinn okkar. Því húkti ég bara í horninu að lesa Sölku eða skrapp útí sólina og reyndi að heilsa gestunum sem gengu inn en án árangurs því ekkert kom.
Sveiattan, mér þykir fúlt að vera raddlaus, verst þykir mér þó að geta ekki sungið í bílnum á leiðinni í og úr vinnu.
<< Home