Úr Sölku Völku, handritum og þjóðmenningu var ferðinni haldið á tónleika, hlýða á það sem hundurinn hafði að segja. Þegar við vinkonur gengum inní Höllina(þessa í Voginum) voru Hjálmar að spila, með eindæmum góð hljómsveit. Við tók ekki svo eindæmis-band, hæsta hendin (og nafnið er óþolandi!!), en hún var hreint út sagt léleg. Fólk beið spennt eftir hunda-Manninum, fyrst kom einhver endemis mynd sem ég tel bara vera egóflipp drengsins og svo kom sjálf horrenglan á svið með tvær fléttur, byssuhálsmen og hringi sem glitruðu alla leið til Kína.
Auðvitað stóð ég ekki kyrr, var umkringd gaurum á stærð 1,80-90 og þeir greyin þurftu að þola litlu mig hoppandi og skoppandi eins og ég hefði aldrei fengið að hrista mig alminelega. Og sérstaklega drengurinn sem stóð við hlið mér, hann fékk ansi mörg óvart olnbogaskot og ekki æsti maðurinn sig. Ég fann reyndar lykt af ýmsum efnum sem Hundurinn er hrifinn af, veit ekki hvort gaurinn við hliðiná mér hafi fengið sér svoleiðis til að þola það að standa við hliðina á gemlingnum mér.
En góðir voru tónleikarnir og það tók mig svona klukkutíma að ná mér niður, kannski bara ágætt að þurfa að bíða í bílaröð og chilla aðeins, hlusta á Snooparann í kagganum.
<< Home