Konur. Konur eru yndislegar mannverur. Konur eru samfélaginu bætandi.
En stundum eru konur sér sjálfum verstar. Oft á tíðum, í jafnréttisumræðunni, er rætt um stöðu konunnar gagnvart karlmanninum og hvernig jafnrétti t.d. á vinnustað er ekki virt. Þetta tel ég alla landsmenn vera sammála um.
Eitt skil ég þó ekki, af hverju finnst konum það réttlátt að strákarnir á vinnustaðnum eigi skilið hærri laun vegna þess að hún fer oftar fyrr heim úr vinnunni vegna barna sinna og er heima þegar veikindi eru í fjölskyldunni? Þetta sagði ein vinkona mín mér í gær um aðra vinkonu sína sem vinnur við viðskipti. Og annað, af hverju eru konur í miklum meirihluta þær sem eru heima með börnin þegar eitthvað bjátar á hjá þeim? Þetta er vegna þess að konur eru fornfúsari, þær taka þessi verk að sér ómeðvitað því það er þeim eðlilegt. Sammála?
Af hverju sætta konur sig auðveldlega við 200.000 kr á mánuði í laun á meðan karlmaður í sambærilegu starfi er með 500.000 kr í laun á mánuði? Af hverju hugsar konan fremur fyrir því að dótturina vanti nýjar buxur og skólabækur þegar hausta tekur og skólinn að fara að byrja en karlmaðurinn situr yfir fótboltanum eða golfblöðum? Af hverju stendur konan fremur upp kl. sex á eftirmiðdögum og fer að huga að kvöldmatnum en karlmaðurinn horfir á lélegt raunveruleikasjónvarp sem er endursýnt á Skjá einum? Af því að það er vani? Svona eru hlutverkaskiptin?
Munið að þetta eru ekki alhæfingar, bara meirihlutadæmi fyrir fólk á öllum aldri sem finnast í slíkum dæmum.
Sammála eða ósammála?
<< Home