Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

anskotans, andskotans, anskotans!!!
Sú var nú tíðin að maður mátti ekki blóta, á einu tímabili varð ég að passa mig allsvakalega þar sem ég var umkringd góðu kristnu fólki og voru þau ekki sátt við blótið í mér. Þá fór ég að nota mikið orðið bévítans, blótaði á frönsku og stundum kom argvítlans líka fyrir í orðaforða mínum.
Sú var einnig tíðin að ég mátti ekki segja þegiðu eða haltu kjafti, systir mín var fljót að grípa til örþrifaráða vegna bannsins og sagði oft við mig haltu kájoð!!
Í dag er ég sjálfs míns herra, blóta að vild og segi þegiðu í öðru hvoru orði.
helvítis, djöfulsins, argvítlans!!