Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

mánudagur, nóvember 07, 2005

Ég er búin að vera með George Michael lag á heilanum alla helgina og líka búin að hlusta á það ansi oft. Svanhvít var orðin nett pirruð á því líka þegar ég hlustaði á það í hundraðasta skiptið í gærkveldi.
Ég er ekki búin að gera neitt af viti í allan dag, samt er ég búin að vera að gera fullt, tala við fullt af formönnum, trufla tíma, skrifa álitsgerðir, fundagerðir og ég veit ekki hvað. Það er allavega fullt job að vera formaður, that's for sjor.
Komið sæl, ég heiti Sigurrós, formaður nemendafélags stúd....., hljómar eins og biluð plata í mínum eyrum....