Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

miðvikudagur, desember 28, 2005

Lítið hefur farið fyrir skrifum hér á þessari síðu. Jólaletin hefur lúrað í mér og ekki skánar það með netleysið. Helvítis net. Reyndar hef ég verið löt í allan vetur að blogga, veit ei hver séu orsök þess. Kannski það verði eitt af nýársheitum mínum að vera duglegri í að blogga ásamt öllum hinum nýársheitunum sem eru orðin ansi mörg. En ég óska ykkur öllum (þ.e. ykkur tveim) gleðilegra jóla!!