Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

mánudagur, febrúar 06, 2006

Skólagjöld. Sumir telja að skólagjöld séu af hinu góða, sumir álíta svo að stúdentar muni meta nám sitt mun betur ef þeir greiða fyrir það. Sumir segja að stúdentar í tannlæknanámi eigi að borga meira fyrir nám sitt en stúdentar í almennum málvísindum og öðrum hugvísindagreinum svo tekin séu dæmi.
Aðrir greina á milli náms sem er arðbært og óarðbært. Aðrir álíta að nám í samkeppnisgreinum líkt og viðskiptafræði, lögfræði o.fl. sé verðmætara en félagsvísindagreinar svo tekið sé dæmi. Aðrir segja að hugvísindi og félagsvísindi séu dútl-greinar og krefjist ekki eins mikillar vinnu af stúdent og lögfræði, læknisfræði eða hagfræði.
Þessir sumir og aðrir eru algjörlega ósammála mér. Eða ég ósammála þeim.
Það er hlutverk Háskóla Íslands að stuðla að akademísku samfélagi, fræða almenning og stúdenta og rannsaka öll mál samfélagsins sem tengjast þeim fræðigreinum sem eru stundaðar við skólann.
Ég vil að allir eigi jafnan aðgang að námi í Háskóla Íslands. Allt nám við Háskóla Íslands er jafn gott, allt nám við Háskóla Íslands er verðmætt og jafn verðmætt.
Ég er þreytt á þeirri skoðun megin þorra landans að hugvísindi séu annars flokks, séu auðveld og ágætis áhugamál. Ég er þreytt á því að fólk líti á alla hluti eftir verðmæti þess í peningum. Við eigum að stuðla að bættu almennu samfélagi og við gerum það með því að rækta manninn, ekki spurning hvort við græðum pening eður ei.
Munið að kjósa!!!