Í dag á hún móðir mín afmæli. Hún er hvorki meira né minna en fimmtug. Í Morgunblaðinu er líka þessi fína mynd af henni, en líkt og kemur þar fram er hún núna á siglingu um karabíska hafið í góðra vina hópi.
Ég fékk sms frá frúnni í gær (eða réttara sagt ungfrúnni, en þar sem hún er orðin fimmtug finnst mér frú betra orð þó svo að hún sé ungfrú) þar sem hún tilkynnti mér það að þau væru að koma í höfn á Caymen-eyjunni og væru ágætlega hress eftir líflegt næturlíf. Já, ég verð að viðurkenna að ég öfunda kelluna að vera í sól og sumaryl þar sem ansi er kalt í veðri hér nærri norðurpólnum.
Til hamingju með afmælið mamma mín!!
<< Home