Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

þriðjudagur, mars 07, 2006

Ég hef aldrei þolað framsóknarflokkinn og mun líklegast aldrei gera, en ég verð að taka ofan af fyrir Árna Magnússyni. Mér hefur fundist hann afburða ráðherra og stóð hann sig mjög vel þegar rætt var hvað mest um innflytjendur og starfsmannaleigurnar fyrir nokkru. Þó svo að ég sjái eftir honum á ráðherrastól getur maður ekki annað en virt hans ákvörðun og eiginlega er hann meiri maður fyrir mér eftir þá ákvörðun að hætta í pólitík og sinna fjölskyldunni betur. Enda ekkert vit fyrir góða menn að vera í framsókn!!