Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

mánudagur, apríl 03, 2006

Ég á víst ammæli í dag....
Ég er orðin gömul....
Móðir mín beið eftir mér þegar hún var 25 ára, stjúpmóðir mín var búin að eignast tvö börn 25 ára og systir mín átti eitt barn þegar hún var 25 ára. Ég á ekkert barn.
Systir (stóra) mín hringdi í mig áðan og lét bekkinn sinn syngja fyrir mig, það var mjög skemmtilegt og fyndið þar sem nokkur aukaviðlög voru tekin, eins og "Hún er orðin grá og guggin"
En jæja, best að fara baka fyrir familíuna. Ekkert partý hjá þeirri gömlu, bara rólegheit.