Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

mánudagur, maí 07, 2007

Jamm, svo fáir kjósa um fiskinn. Ekki skrýtið, fiskurinn tapar sífellt í vinsældakosningunum. Ekki nenna Íslendingar að verka hann, hvað þá að borða. Og sjávarplássin fara að heyra sögunni til, kvótinn fer bara. Eitt sinn hélt fiskurinn í okkur lífinu. Sumir segja að fiskurinn geri mann gáfaðari.
Nú leggjum við allt í sölurnar fyrir álið. Kannski við flytjum út ál-fisk.
Fussum svei attan!