Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

sunnudagur, júlí 06, 2008


Det er så dejligt i Danmark!!
Nú er litla fjölskyldan búin að vera í viku og gott betur í Köben og líður okkur öllum mjög vel.
Kári Steinarr nýtur þess að hanga framan á foreldrum sínum og skoða sig um, bæði mannlífið og umhverfi.
Fyrsta daginn gengum við Istedgade, sem er nú þekkt fyrir annað en að vera sómsamleg gata og heyrðist ekki múk í litla drengnum enda var hann mikið að skoða sig um. Hér sjást þeir feðgar spóka sig um. Smá rigning kom og Kári Steinarr fékk þennan fína klút hjá Sigrúnu vinkonu sinni svo hann myndi ekki blotna mikið.

Fyrstu dagana fengum við að gista hjá Elísabetu frænku Svavars og fór vel um okkur þar. Þar fór Kári Steinarr í fyrstu sturtuna sína með pabba sínum og þótti bara gaman. Svolítið hissa fyrst, en ánægður með danska vatnið held ég. Allavega til að sprella í, ekki til drykkjar.
Pabbinn hóf svo störf sín við rannsóknir í byrjun vikunnar og mamman og Kári spókuðu sig um í búðum og um hverfið.
Hér sést litli kútur vinka til mömmu sinnar úr rúminu hennar Elísabetar.

Í upphaf vikunnar kom svo þetta fína veður og Kári Steinarr var náttúrulega aðaltöffari hópsins, enda með allt á hreinu. Foreldrarnir búnir að kaupa sólhatt fyrir drenginn í H&M, hann fékk sólgleraugu lánuð hjá stóru frænku og svo keypti mamman handa honum froska-band svo snuðið héldist frá jörðinni þar sem nýjasta sportið er að henda duddunni útúr sér.
Já, hann veit hvað hann er mikill töffari drengurinn, með þennan flotta svip hér til vinstri...nei ég meina hægri...æ ég meinti vinstri!! a****n!









Svo kom amma Ella til okkar á miðviku-
daginn og er hún og Kári búin að vera mikið saman á meðan mamman og pabbinn fara að vinna, í partý og ná sér í smá lúr.
Amman og barnabarnið eru búin að spóka sig um nágrennið við íbúðina sem við nú erum komin í og verðum í út júlímánuð og er litli maðurinn hæstaánægður með það fyrirkomulag enda ánægður að hafa ömmu sína hjá sér.







Lítill engill sem sefur svo vært,
og svífur inní draumaheiminn.
Fallegastur er hann,
ójá.


Hilsen!