Kalt myrkrið hefur sest yfir landið, vetur konungur er genginn í garð. Mér líkar ekki veturinn, kuldinn hertekur líkama minn og verður hann stirður, uppþornaður og grátbiður um hlýju og sól. Myrkrið sest á sál mína sem dökkt þykkt lag af vansæmd. Að búa á Íslandi hinu góða er forréttindi, fegurð þessa lands er hrikaleg og engu lík. En náttúra og veðurfar landsins er sál og andi þjóðarmanna og þegar skammdeginu fer að halla, leggjast Íslendingar í dvala.
En framundan er ritgerðaveturinn hinn mikli, sjö ritgerðir á þessari önn og lokaritgerðin mín, ef einhvern tíma verður búin, er takmarkið. Þessa dagana er ljóðaritgerð sem á allt mitt strit, ljóð eftir Sigurð Pálsson og heitir Hvíldarbekkur. Ljóðið er um hvíldarbekk sem ljóðmælandi notar fyrir dagdreyming sinn, en það er ekki venjulegur hvíldarbekkur heldur legsteinn ljóðakonu sem sprakk úr harmi. Já, fagurt er ljóðið en flókið.
Og við tekur framandgerving formalisma...
spennandi tímar framundan, en kaldir..
<< Home