Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

laugardagur, desember 04, 2004

Hafiði tekið eftir því að hér á landi vantar almennilega ritfangabúð, ekki bókabúð heldur búð sem selur aðallega ritföng. Ég fór í leiðangur fyrir stuttu, leitandi að dagbók sem hentaði mínum þörfum. Nei, fann hvergi. Ekkert úrval í þessum blessuðu bókabúðum okkar. Ef ég væri stödd í Frakklandi ætti ég sko ekki í erfiðleikum með að velja úr bæði búðum og úrvali af allskonar bókabókum með allskonar pappír í. Fyrir svona skrautmanneskju eins og mig er stundum alveg ómögulegt að búa á þessari litlu eyju sem hefur kannski 10 mismunandi kápuúrval á dagbókum að velja úr í þeim fáu búðum sem þær þá fást. Til eru heilu búðirnar sem selja bara stílabækur, penna, kort og skraut fyrir pakka í útlöndunum. Fann eina æðislega búð í London sem var bara með kortum, smotterís gjafavöru reyndar líka. Mér til mikillar lukku fann ég mína næstu dagbók, hana fann ég í Jóni Indíafara, búð í Kringlunni. Hún er gerður úr endurunnum pappír og kápan er prýdd þurkkuðum opnum baunalaufblöðum. Hún er stórkostleg, akkúrat sem mig vantaði. Það er þó hægt að bjarga sér í þessum harða heimi Íslands.
Og hafiði tekið eftir því hvað skóbúðum hefur fjölgað hér í bæ? Það er eins og Íslendingar séu allir farnir að taka upp sið vinkonu minnar, að eiga par við hvert dress. Er svo mikil þörf á öllum þessum dýru flottu skóbúðum þegar við höfum svo lítið úrval af dagbókum? Eru kannski bara allir hættir að skrifa dagbækur og farnir að ganga meira í alls konar skóm? Hvenær hættu sauðskinskórnir að duga þjóð vorrar?
Nú ég bara spyr!!