Það reynist mér erfitt að blogga núna, hef skrifað svona þrjá mismunandi pistla sem eru með hverjum leiðinlegri og voðalega yfirborðslegir. Svo veit ég bara ekkert hvað ég vil segja því ég lifi alveg óskaplega fábreyttnu lífi.
Nei reyndar ekki, nú mótmæli ég!! Fór í dag í hádegisverð hjá forsetanum sem bað mig um segja þjóðinni að æfa sig í bogfimi. Fór síðan til Báru fínu og hún sagði mér að Íslendingar ættu að ganga meira í bleiku, hitti þar Pál Óskar og kyssti hann og knúsaði og við ræddum um hannyrðir, hann er sko að spá í að fara að prjóna...
En þetta er svona bull af bestu gerð, en þetta með bleika dótið er alveg tímabært.
Annars er maður bara búin að vera spriklast fyrir framan tuttugu sæta stráka undanfarin kvöld, ekki leiðinlegt það. Þeir eru allir orðnir vöðvastæltir og brúnir og lifa á hrískökum og fæðubótadrykkjum, greyin mega ekkert fitandi borða svo þeir líta nú vel út á úrslitadaginn sjálfan. Auðvitað er hér um að ræða Herra Ísland og verð ég ásamt fríðum flokki kvenna fremstar í flokki í skemmtiatriði kvöldsins.
Kaupið ykkur bleikt, ekki gefa mér jólagjöf og fuck friðinn, það mun aldrei gerast!!
<< Home