Aaahhh.., þetta var góður göngutúr...., fremur kalt en hressandi.
Úti er kalt, enn er vetur. Skólinn byrjaður, gaman er það.
Hef nú lítið að segja, enda ekki margir sem lesa þetta ef marka á kommentin við síðasta póst. Kannski ég ætti að segja eitthvað hneykslanlegt eða furðulega hluti um mig sem enginn veit, who knows? Þá kannski les einhver mitt blessaða blogg. En er einhver að lesa? Gleymi alltaf að setja inn teljarann, þarf að tala við tölvunörd fljótlega og láta kippa þessu í lag.
En svona lærilega séð er veturinn spennandi, mun vera grúskandi í gömlum handritum, gömlum tungumálum eins og frummálinu og svo svissva í framtíðar-tíðarbeygingu í nútímamáli, hljómar vel ekki satt?
En jæja, er farin að sofa, þreyttur er gamall líkaminn, lúinn og ljótur.
<< Home