Komið nýtt ár; nýtt ár, nýtt upphaf?
Svolítið langt síðan ég hef bloggað, ástæðan einfaldlega sú að hátíðirnar hafa dregið allt hugmyndaflug úr mér og því hefur ekkert skotist í kollinn til að setja á þessa líka ágætu bloggsíðu mína. Hátíðirnar voru fínar þó svo að ég sé ekki mikið fyrir þær, en voru rólegar og góðar svona í lokin. Móðir mín hneysklaðist á mér að jólaskrautið væri komið niður hjá mér þegar hún kom heim í dag, henni til mikillar ama þar sem jólabarn mikið er.
En nýtt ár er gengið í garð og finn ég á mér að það muni verða gott, ég lít allavega björtum augum fram á veginn og vona allt hið besta. Svo er nú ekki amaleg árspáin fyrir hrútinn, spennandi tímar framundan og ástarævintýri í byrjun sumars! En alltaf á maður þó að hafa varan á, ekki trúa öllu sem sagt er.
<< Home