...at du elskar mig..., svo flott lag
er að hlusta á eivöru páls, sænskt lag..., algjört æði
gefur manni svona von um ástina, að hana sé að finna þarna einhvers staðar úti...
svo hugljúft og fallegt er lífið....
ó já..., sat í tíma í dag og leið líkt og lítilli einfaldri ljóshærðri gellu sem var í miðjum hópi þvílíkra gáfnaljósa sem álitu mig vera hið mesta flón. Tíminn fjallaði um málsögu sem var alls ekki leiðinlegt, það sem ég skildi af honum. En ég sit sumsé ein stelpa, lítil og skrýtin eins og ég nú er og með mér sitja fjórir gaurar sem eru greinilega mjög inní því sem viðtengist málsögu og spurðu þvílíkra spurninga sem ég botnaði ekkert í svona eins og.."ef laryngali 2 hafi litað rótina í hebergúgú hvað varð þá um stofn orðs líkt og bebergúgú..?" svona hljómaði þetta allavega fyrir mér og ég veit ekki hvort það hafi sést utan á mér að oft á tíðum kom ég af himalayafjalla í tímanum því kennarinn spurði mig í lok tímans hvort ég næði þessu ekki alveg?.. he, he jújú svaraði ég líkt og lítil nýklippt ung telpa í nýpressuðum kjóli( tjjaa, eða segjum slitnum gallabuxum, gamallri flíspeysu og hárið allt útí loftið þar sem ég víst gleymdi að greiða mér í morgun!!)
En annað ótengt þessu sem ritað hefur verið þá ræddi nú víst ágætur kennari við íslenskuskor Háskólans í gær um það við nemendur sína að málfræðingar væru nú þekktir fyrir það, eða svona...þið skiljið..nokkrir hverjir.., að vera fastir í fræðigrein sinni og ekki mikið að spá í hitt kynið. Hvort ég muni enda sem slík er óvitað...
æ þetta er voða sundurslitin bloggpistill, en sundurslitin manneskja skrifar sundurslitin pistil.., ekki satt?
<< Home