Ein ég sit og læri, inn í lítilli stúdentaíbúð....
Fröken stúdent er komin niðrí bæ og ætlar sér að halda sig þar, a.m.k. um páskana. Lítil vinkona lánaði mér íbúð sína um páskana þar sem för hennar var heitið á heimaslóðir um hátíðirnar og gerðist svo góð að lána mér höllina á meðan hún dvelur á norðurslóðum. En hér verður ekkert afslappelsi, ó nei, hér verður lært! ó já, ef fólk heldur að seinasta önn hafi verið mikið, þá er þessi svona fjórföld hún. Upp safnast ritgerðirnar og ein fremur stór sem mun taka mest megnið af páskafríinu. Um er að ræða hina margrómuðu og ræddu BA-ritgerð og bjartsýna ég ætla að klára vonandi þetta misserið svo ég geti staðið í Háskólabíó 25. júní og taka við skjali mínu þess til staðfestingar að ég hef actually gert eitthvað lærdómslegt í þessum blessaða skóla úr höndum fráfarandi rektors, Páls Skúlasonar. Þetta var of löng setning, vona að leiðbeinandi minn sér þetta ekki.
Svo virðist einnig sem vinir mínir sem búa niðrí bæ hafa flúið annað hvort borgina eða í annað hverfi um þessar mundir, vona að það sé ekki tengt komu minni hingað. En kannski er það ágætt þar sem ég verð að læra 24/7 næstu 7 dagana.
Merkingarflokkar sagna eru mismargir og fer eftir hvaða málfræðing er um að ræða.... æ vúbbs, vitlaus gluggi!!
<< Home