Lífið, lífið, ó það lífið!!
Ekki hefur verið margt á vegi mér undanfarna daga, en þó viðburðaríkir dagar að vissu leyti. Ýmislegt sem kemur manni á óvart, aðrir hlutir sem hafa angrað sálartetrið alltof lengi. Já lífið er flókið og oft á tíðum óskiljanlegt, hví særa menn hvorn annan? Og hví verða sumir hlutir aldrei breyttir, liggja bara óhreyfðir og valda sorgum og vonbrigðum?
Kannski er það rigningin sem veldur depurð minni, kannski eru það atburðir liðinna daga í fjölskyldunni sem eru orsökin. Hver veit. Vonum bara að með sólskininu skjóti einn sólargeisli brosi á mig og gefi mér kátínuna tilbaka.
Lifið heil.
<< Home