Samtal sem átti sér stað heima hjá mér í gærkveldi:
S: Það er svolítið langt síðan þú hefur bloggað rósin mín..
ég: já, satt er það...ástæðan er netleysið
S: jú, erfitt getur verið lífið án nets
S: en nú klukkaði ég þig um daginn og þú hefur ekkert gert í því?
ég: bíddu hvenær vorum við í eltingarleik, og ég var búin að klukka þig tilbaka!!
S: Sigurrós, vertu svolítið "inni" með hlutina.
ég: jájá, ég skil þig alveg sko....en viltu heyra klukkið mitt?
S: já, tími til komin!!
ok...
1. Þegar ég fæddist, fæddist ég sitjandi og var fæðingin fremur erfið fyrir móðir mína. Þá sögu fæ ég að heyra rétt um 10-leytið 3. apríl ár hvert. En hey, hún valdi þetta.
2. Þetta vita fáir, en ég er með áráttu fyrir fiðrildum. Ég elska fiðrildi!! Og til að ganga fram af ykkur öllum fékk ég mér fyrir einuoghálfuári síðan fiðrildahúðflúr á öxlina, það er ógó flott eins og óli segir alltaf.
3. ég hef einu sinni gengið í sjóinn, en gekk síðan aftur tilbaka á land. Þetta var árið 2001 og ég afklæddist fyrir framan 30 manns á strönd suður við sjó. Daginn eftir leið mér ekki vel.
4. ég hata ananans og flest alla ávexti. Mér finnst ávextir ekki góðir, allt nema ber og sítrónur(er reyndar að japla á vínberjum núna). Mér finnst hins vegar slátur alveg sjúklega gott.
5. Flest allir vita að ég á 4 systur....jú fjórar eru þær. En það sem fæstir vita er að ég á laumubróðir, jebb sönn saga. Hann er dökkhærður, á konu og barn og býr í Vesturbænum.
Jæja, vona að þetta hafi svalað þorsta bloggaðdáendum mínum. Eins gott að þeir hafi ekki alveg gefist upp á mér.
<< Home