Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

mánudagur, janúar 02, 2006

Gleðilega nýja árið!!
Veðrið lék við okkur hér á nesinu þegar nýja árið gekk í garð, sprengt fyrir 30 þúsund kallinn og ég fékk að koma einni í gang. Síðan var skálað í alvöru kampavíni, enda nóg til af áfengi hér á bæ. Þegar fjölskyldan vaknaði á nýársdaginn var snjórinn farinn, rigningin dundi á glugga stofunnar og rok var mikið. Við héngum inni fyrsta dag ársins, svolgruðum í okkur alls kyns veigum sem voru bornar hér á borð af ástkæru stjúpmóður minni. Hér er sannkölluð matar-paradís.
Enn rignir og enn er rok. Ég er að bíða eftir fari til að komast á hitt nesið.