Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

sunnudagur, febrúar 29, 2004

Eftir að hafa skrifað mest bullgrein um ekki neitt, þá streymdu inn í hugann alls konar bull hugmyndir. Alltof mikið bull!!
En ég er búin að vera ofsa dugleg í dag, enda rosa löt í gær. Byrjaði daginn hjá henni Láru vinkonu minni þar sem var verið að plana árshátíðina, fór svo að heimsækja afa minn gamla í Hafnafirði(en hann er nú samt alltaf kallaður afi í Kópavogi) og skoðaði geisladiskana hans. Ég fékk nokkra (réttar sagt 15) góða djassdiska lánaða og í bílnum mínum mun heyrast í billie holiday o.fl. framundan. Uuuummm...., alltaf gott að hlusta á eitthvað nýtt, þó svo að þetta sé ekki ný tónlist er margt af þessu nýtt fyrir mér. Hann afi minn er algjör snilli og veit alveg ótrúlega mikið um tónlist og hefur alls konar sögur að segja. Svo var förinni heitið heim á leið þar sem beið mín verkefnavinna og vinkonurnar komu við; helmingurinn af tímanum fór að rabba og smábrot af tímanum fór í að læra. Hitt smábrotið sem er aðeins meir en læribrotið fór í að borða popp og drekka kók. Það er nauðsynlegt að næra námsmenn! Svo var búðarferð næst, enda þarf að næra námsmanninn á kvöldverð og búðarferðin endaði á pizzustað. Æ, þetta er ljúft líf og ég nennti ekki að elda. Og með pizzu fylgir sjónvarpsgláp....., en ég er samt búin að vera ossa dugleg í dag.
námshestur er prestur!!!


Oooohhh, ég gleymdi. Ég hélt tískusýningu fyrir vinkonurnar, nýju skórnir fóru voða vel við kjólinn minn sem ég mun vera í á árshátíðinni!!

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Langt er nú síðan ég bloggaði og er ástæðan sú að mikið hefur verið að gera hjá rósinni. Próf og lærdómur, árshátíðarundirbúningur og allt það sem ung kona á uppleið þarf að gera til að vera á uppleið. Og framundan eru jafnmiklar annir í mínu lífi, þar sem nóg er að gera bæði í vinnu og félagslífi. En eins og faðir minn sagði við mig, svona er bara lífið og þetta velur maður sér. Jebbs, I agree.
En þar sem heilinn á mér er í lægð núna og ekkert bull er til þá segi ég þetta gott og fer að halla höfði þar sem ungar konur þurfa sinn svefn!!
Bon nuit, tout le monde.

föstudagur, febrúar 20, 2004

Aaaarrrrgggg....., það er bannað að fara í Kringluna og skoða föt þegar maður á engan pening!!!!!
Ég leiddi sjálfa mig í algjöra gildru í morgun þegar komið var af hárgreiðslustofunni með þessa líka fínu klippingu og ætlaði bara aðeins, smá bara, að kíkja í Kringluna. Það var ekki ráðlagt þar sem mikið af nýjum vörum eru núna í öllum verslunum og sumarföt eru mitt yndi og æði. En ég slapp reyndar bara út með einn bol (can you believe it!!), gulan auðvitað, og lét taka frá skó. En það er það sem ég leyfði mér, ég hefði nú alveg geta keypt alla Kringluna og meir til. Og auðvitað á gellan engan pening, en það eru bara áhyggjur sem eru ekki þess virði að hugsa um þegar allir sumarlitirnir kalla á mann.
Og talandi um sumar, ég hélt nú að veturinn væri að mestu lokin í gærdag. Svo í morgun þegar ég vaknaði var búið að snjóa!!! Man, hvenær kemur eiginlega vor og sumar, grænt gras, sól og hiti!!??? Hvenær get ég farið í öll þessi sumarföt sem mig langar svo í??
En ánægjan blómstrar samt hjá mér, hárið á mér er geeeeðveikt og ég á nýjan gulan bol! Jibbí!!
Life continues to be sweet!!

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

"Ömmur leika sér ekki, þær læra bara", sagði dísin mín litla þegar hún kom í heimsókn í dag og sá leikfang sem amma hennar sagðist eiga. Í hillunni stóð nýtt leikfang sem fangaði augu lillunnar minnar og sagði náttlega, "er þetta handa mér?".
En hún er algjört yndi litla snúllan mín, og hún er meiri segja með sína eigin síðu. Tjekkit!!

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Jeij! Það eru til fleiri bloggarar en ég!! Ég er búin að bæta við tveim gellum sem eru með mér í íslensku, þeim Svanhvíti og Björk. Þær eru súper dúber bloggarar, just like me.
En hvað er annað hægt að segja á degi eins og þessum, mér finnst rigningin góð, lalalala, óóó! En rokið má fara útí veður og vind, nei bíddu það er það!!! hahahahahaha
En best að fara annað að prenta þar sem foking prentarinn í Árnagarði, hinum ljúfa, er ekki til í að vera memmmmmmm......
Live sweetly

Hafi þið fundið þá tilfinningu, þegar þið standið upp á fjallstindi, sveitt eftir erfiða göngu, með áarvatnið í munninum og hugsið er lífið ekki dásamlegt?
Lítið yfir fallegan dalinn, heyrið einungis fuglasönginn og niðinn í ánni. Blásturinn af vindinum leikur við ykkur og þið verðið endurnærð.
Er það ekki einstök tilfinning?

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Og hvað á svo að skrifa um, svona seint að kveldi þegar veðrið er yndislegt og leikur við mann? Á að skrifa um mig..., eða þig....., eða kannski bara ekki neitt....?

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Mikil umræða hefur verið undanfarið um fegurð, útlit og lýtaaðgerðir. Þegar ósköp venjuleg kona, sem er fremur myndarleg að flestra mati og á besta aldri, þarf að fara í 5 milljóna króna lýtaaðgerð, þá er eitthvað að. Þegar tíu ára stelpa vill fremur vera í skóla fyrir of þung börn þar sem hún finnur fyrir öryggi og henni ekki strítt en með meðal kennslu, heldur en skóla með betri menntun og takast á við alvöru lífsins, er eitthvað að. Þegar fólk er farið að kæra sjónvarpsstöðvar og fólk fyrir það eitt að sjá brjóst, er eitthvað að. Vissulega eru tvær hliðar á þessum málum, en er þetta ekki orðið fremur too much?
Rut Reginalds, okkar ástsæla barnastjarna, er á leiðinni í lýta- og fegurðaraðgerð. Ég spyr, af hverju? Ég hef nú alveg séð verra statt fólk en hana.
Lýtaaðgerðir eiga vissulega rétt á sér, þar sem lýti getur verið fremur leiðinlegt og getur jafnvel verið hættulegt. Systir mín var bitinn af hundi þegar hún var rúmlega 8 ára og þurfti hún að fara í lýtaaðgerð til að laga örin eftir bitinn. Það finnst mér vera réttlátanlegt. En þegar kona eins og Rut Reginalds, sem er að mínu mati alveg ágætlega myndarleg, þarf að fara í lýtaaðgerð vegna nefs(sem er ósköp venjulegt nef) fyrir það eitt að henni finnst það ljótt, tel ég aðgerðina ekki réttlátanleg. Hvað varð um að vera sáttur við það sem maður hefur og það sem maður er þar sem Guð skapaði okkur svona?
Annað atriðið sem ég nefndi er 10 ára stelpa(þetta er reyndar úr sjónvarpsþætti, but a damn good one!) sem er í sérstökum skóla fyrir feit börn. Móðir hennar sendi hana þangað þar sem hún hafði gefist upp á að reyna að laga matarræði dóttur sinnar. Og hvað varð um, deal with it woman!! Kannski reyndist vandamálið ofviða fyrir móðurina, en foreldri verður að takast á við öll þau vandamál sem fylgja barni sínu. Vissulega eru "vandræði" barna misjöfn og foreldrar með fötluð börn fá aðstoð þar sem þau börn geta ekki séð um sig sjálf og mikið álag er á foreldrum sem þurfa að sjá um börnin sín 24/7. Offita er vissulega stórt vandamál og ekki auðvelt að finna úrlausn á. En í flestum tilvikum er vandamálið sjálft sjálfræðilegt en ekki offitan. Fólk sem á við t.d. þunglyndi o.fl. að stríða leitar í mat sem ákveðna huggun. Þannig að senda barnið sitt í öruggt umhverfi og láta aðra takast á við vandan og láta offituna vera ásættanlegt er ekki rétta leiðin að mínu mati. Bara taka á því!!
En það sem ég ætlaði nú mest að tala um er að stelpan var sett í annan skóla til að losna við aukakílóin þar sem hún bjó við öruggt umhverfi þar sem allir hinir krakkarnir voru líka offeitir. Og hún vildi ekki skipta um skóla, því þá þyrfti hún að takast á við stríðni. Og hvað svo næst, skóli fyrir rauðhærða, skóli fyrir of mjóa, skóli fyrir gleraugnagáma o.fl. og fl.? Nei ég bara spyr. Ætlum við gjörsamlega að fara að ofvernda börnin okkar og gera þau að aumingjum? Ég meina erum við ekki á leiðinni til þess? Í dag í Bandaríkjunum er verið að stækka alla skammta. Fólk getur keypt föt í sama númeri og fyrir 20 kílóum síðan, framleiðendur hafa breytt stærðarnúmerum fyrir feitt fólk. Come on, get að life!!
Að lifa í blekkingu er ekki gott. Vandamálin eru til þess að takast á við eins og vitur kona sagði eitt sinn, en maður þarf að gera það rétt, og stundum þarf bara breytt viðhorf til þess að vandamálin fari að leysast.
Og svo að þriðja atriðinu. Fólk er að kæra CBS og Janet Jackson, fyrir smá brjóstaskot og segja að ungdómurinn(sem by the way er alveg vitlaus núorðið að láta setja hring eða aðskotahluti í geirvörturnar á sér) hafi orðið fyrir skaða, varanlegum andlegum skaða!!!!!!!! Ein kona sem ætlar að kæra þau segist hafa orðið fyrir andlegu áfalli. Og hvað gerist þegar hún lítur í spegil nakin, ekki er hún að kæra sjálfa sig!!
Vissulega er hægt að gagnrýna gjörðir Justins og Janets, en að fólk hafi orðið fyrir áfalli og varanlegum skaða er alveg út í hött!!
Niðurstaða: The world is going crazy!!!

mánudagur, febrúar 09, 2004

Og hvað skal segja?
Þegar ég leit út um gluggann í morgun var snjór úti, enn snjór!! Og ég hóf leitina miklu að ullarsokkunum þegar ég steig úr rúminu á mjúku gæruna. Uuummm..., en mér var samt kalt.
Og alltaf er kalt úti, og ekki fer honum hlýnandi. Þá er best að liggja undir teppi með heitt kakó og hafa það notalegt.
En stundum er gott að sleppa sér og dansa eins og trítilóður pudle-hundur um götur Reykjavíkur!!

mánudagur, febrúar 02, 2004

Ég tel mig vera tekna við af tveim systrum mínum sem hrakfallabálkur fjölskyldunnar!!
Á föstudaginn þrykti ég skápahurðinni inn á baði í andlitið á mér, sem gerði það að verkum að ég fékk sár á aðra kinnina. Svo á laugardaginn uppgötvaði ég marblett á bakinu, já á bakinu af öllum stöðum. Hvernig ég fékk hann er mér hulinn ráðgáta. Svo í gær dúndraði ég fætinum í skrifborðið mitt þar sem ég ætlaði að setja hann upp á borð og litla táin á vinsti fæti var ekki sátt. Og í dag rak ég annan handlegginn í hurðarhún.
En samt á systir mín, hún Karitas, það besta!! Hún hljóp á vegg fyrir tveim vikum síðan og brákaði á sér höndina.
Ég held að við systur séum bara svolítið klaufskar af og til, og hélt ég að ég væri laus við þetta. En eftir afrek mín um helgina er ég farin að telja annað.
Eldri systir mín og yngri eru þekktar fyrir að labba á hluti og meiða sig á ólíklegustu stöðum. Hurðir og þröskuldar eru t.d. mikið fyrir þeim.