Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

föstudagur, mars 16, 2007

Áföllin virðast dynja yfir mitt litla sálartetur þessa dagana.

Lífsins ólgusjór sér um að vagga mér fram og tilbaka svo að lífið virðist óbærilegt. En ég held ótrauð áfram í gegnum öldurnar, syndi á móti straumnum og læt saltið ekki á mig fá.
Þess í stað bíð ég tilbúin í næsta storm, hvenær sem hann nú verður.

Lífið.., lífið er bara tilbúningur djöfulsins.

sunnudagur, mars 11, 2007

Hann er ótrúlegur krafturinn sem sjórinn býr yfir. Eins óhugnanlegur og hann getur verið hefur hann einnig róandi áhrif á sálartetrið. A.m.k. mitt sálartetur.
Nú er ég aftur komin á Faxaskjólið og líður vel með það. Hér er gott að vera, yfir staðnum ríkir ró og friður.
Annars fjárfesti ég í ágætri plötu áðan, með honum frænda mínum Daníel Ágúst. Hún er kynngimögnuð og er ég nok ánægð með þessa fjárfestingu mína.
En ritgerðir bíða mín, vinnan aldrei fjær.

fimmtudagur, mars 08, 2007

Og uppúr hringiðu ringulreiðarinnar mun rísa ný manneskja, sterkari og sjálfstæðari en aldrei áður fyrr. Kona einsömul með bjarta framtíð og tækifæri sem enginn gat gert sér hugarlund um. Hún hefur brennt brýrnar að baki sér, inni í henni er stórt tómarúm en það glætir í vonina lengst inni í iðrum hins einkennilega líkama.
Konan er ég....