Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Það er gott að eiga góða að...
Áttaði mig á því í gær þegar ég var að pirrast yfir öllum hlutum í lífi mínu, hvað ekkert væri að ganga upp eins og ég vildi og verkefnin hlaðast upp og herðar mínar bera meira og meira þunga. Ég fór að hugsa um góðu hlutina í mínu lífi, reyna að efla minn niðurdregna anda og þá rann upp fyrir mér að það fólk sem er í kringum mig er með eindæmum gott fólk. Allir, þ.e. vinir og ættingar, eru vel að vilja gerð gagnvart mér og taka mér alltaf með opnum örmum. Ég er ekki fullkomin, er mannleg skiljiði, en reyni mitt besta að gera allt sem ég get fyrir það fólk sem hefur oft og mörgum sinnum komið mér til bjarga in times of need.
Kannski er jólaandinn að leggjast yfir mig, en kannski er ég líka að átta mig á því hvað ég er rík stúlka að eiga svona frábæra og góða fjölskyldu og vini sem eru gimsteinar mínir.
Það eru ekki allir eins lánsamir og ég, margt fólk á um sárt að binda og ganga í gegnum erfiðleika sem reynast þeim þrautaraun í lífsins dansi. Vissulega hef ég átt my ups and downs, en þá get ég leitað til svo ótalmargra að ég tel mig eina af ríkustu skvísum í heimi!!
Lov'ya'll!!

sunnudagur, nóvember 21, 2004

...."Þú kemur fram af hlédrægni við náungann þessa dagana ef marka má stjörnu þína og beitir skynsemi..."
Hhhmmmm, miðað við framkomu mína þessa helgina er ekki hægt að segja að þetta eigi við, if you know what I mean, þeir sem allt vita!!
En ég ætla nú ekki að segja meir um það, helgin var skrautleg á allan hátt og mín bara nett sátt við stöðuna.
Ég ætla að segjast hafa fengið eftirsjá-sjokkið á laugardeginum þegar ég vaknaði með stinkandi reykingarfýlu á koddanum, en þar sem ég sé ekki eftir neinu var það af og frá!!
Og eitt í viðbót, karlmenn sem eru druslur!! Við konur, þ.e. konur af bestu tagi, viljum ekkert með druslumenn hafa, við viljum menn sem eru hreinskilnir, góðir og almennilegir. Sem hægt er að tjatta við lengi vel um allt og ekkert og bera virðingu fyrir okkur og okkar persónuleika, en sækjast ekki bara eftir að hoppa í rúmið og fara í mömmó. You girls know what I mean!!
Síðast en ekki síst, hafiði lesið Betty eftir Arnald Indriða? jÆks, hún er þrusugóð og kemur manni verulega á óvart...lesið hana, mæli með henni.
I am rich, to she is rich.......

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Hef komist að því að ég er alveg snargeggjuð
Ég hef verið með þráhyggju undanfarna daga..., ok mánuði. Þannig er mál með vexti að ég veit ansi mikið um manneskju sem ég ætti svo sannarlega ekki að vita og hef aldrei talað við einu sinni. Hvernig er þetta hægt? Ég er spæjari af bestu gerð, ég heyri stundum hluti sem ég á ekki að heyra, sé hluti sem ég á ekki að sjá og veit hluti sem ég á alls ekki að vita. Ég þefa uppi upplýsingar sem gætu gagnast mér eins og dóphundurinn í póstmiðstöðinni. Ég þykist stundum ekki heyra, sjá eða vita, en believe you me, I know. Svo ef þú hefur eitthvað að fela, gæti verið að ég viti það...
En mér finnst kúl að vera skrýtin, mér finnst kúl að vera furðuleg og fólk hneysklast á því hvernig ég haga mér. Ég gæti tekið dansspor á göngum bókhlöðunnar, ég gæti byrjað að syngja hástöfum eitthvert lagið í kennslutíma og ég gæti læðst upp að þér og hvíslað "I know"
Og þetta er sko engin lýgi!!

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Fæturnir buguðust og héldu mér ekki uppi lengur, það gerðist svo hratt en í senn svo hægt. Hún kallaði "þarna er hinn sæti", ég leit við en var of sein. Á andartaki var hann horfinn, horfinn úr lífi mínu og hnén féllu saman og líkami minn skall ofaná ískaldar hellur gangstéttarinnar. Ég fann hvernig kuldinn lék við mig og læddist innum þunnan jakka minn, fólk gekk yfir mig, ég var orðin ósýnileg aftur. Einskis virði sem enginn vill. Skyndilega var ég toguð upp og hún sagði "þetta var ekki hann, þetta var minn sæti..." Það er þá enn von hugsaði ég og gekk áfram á gleðinnar veg, mér var farið að hlýna.
Auðvitað er þetta allt haugalýgi og í dag er dagur tungu okkar, íslenskunnar!! Allir að mæta í Stúdentakjallarann þar sem skemmtidagskrá verður í boði okkar ástkæra Mími.

föstudagur, nóvember 12, 2004

Sólstafir

Og ég man eftir morgni
í möðrudal á efrafjalli
og stúlku sem var þannig búin
að ský huldi hana í framan
og rjómaskán ofan í mitti
og niður um hana féll snjóskriða
og hún stóð eins og kerti
steypt úr tólg eða hvítri hraunleðju
sem í jaðrana tvinnaðist saman við fjaðrirnar
kringum svanshaminn í götunni

Þessi stúlka sýndist horfa í fjarskann
á eitthvað sem líktist stjörnu með hala
eða herskara álfta í hæstum hæðum
og svo spurði hún í einlægni:
Er þetta resept eða ástarbréf gæskur?

Og þegar ég rifja þetta upp
líður mér eins og hafnarstúdent
sem er nýstiginn á skipsfjöl.

Linda Vilhjálmsdóttir

Og stelpur, núna vil ég heyra í ykkur!! Plíííísssssssssss, kommentið á þetta!!

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Hhhmmmmmm......
Hugurinn fer alltaf á fullt á kvöldin, rétt þegar augun lokast og ég svíf inní draumaheim undirmeðvitundar minnar, þá fæ ég alltaf brjálaðar hugmyndir, sem svífa með mér inní draumaheiminn því ég, latasta stelpa í heimi, nenni ekki að standa upp til að rita þær niður á blað.
Svo núna er ég tóm í hausnum, en samt ekki.
Ég veit alveg fullt sko, þó ég geti verið heimsk stundum og ekki fattað alveg allt strax. En ég er bara ég, eins ömurlega og það hljómar.
Ég gæti alveg skrifað um femínískar bókmenntir og lesbískan femínístan lestur á bókmenntum, en þar sem mér sjálfri finnst það takmarkað skemmtilegt ætla ég ekkert að segja frá því.
Ég ætla bara að segja ykkur frá því að ég var að sýna í gær og það gekk alveg frábærlega, vorum geggjaðar pæjurnar frá Kramhúsinu.
Og þið vinir mínir, sem ekki komuð, ykkur er fyrirgefið ef þið lofið að koma og sjá mig í Borgarleikhúsinu eða bara hvenær sem er því ég er hvort eð er alltaf dillandi bossanum hingað og þangað.
Lífið er léttur dans!!

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Leikur að læri
ljúgum svo það særi
sagði hinn mæri
kýtumst af kæti
kóaði sæti
kyssumstum

Hvað er þetta, eru allir hættir að lesa þetta blessaða blogg?? Eru þið kannski lífsvana og getið ei tjáð ykkur hér, eða bara feimin og þorið ekki?
Tjáið ykkur!!

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Veruleikinn er kaldur.
Í sakleysi mínu ætlaði ég rétt svo að kíkja á eina mynd í Fréttablaðinu í morgun sem systir mín hafði bent mér á að kíkja á. Það var líkt og hvöss köld tuska hafi slegið andlit mitt, á forsíðu blaðsins sá ég frétt um morð sem hafði verið framið og nöfnin voru mér kunnug sem voru viðrin málið.
Í sjokki gekk ég út úr blokk minni og trúði ekki því sem ég hafði lesið, gömul samstarfsstúlka mín var látin.
Svo ung að aldri og alveg yndisleg stúlka var hún Sæunn. Í dag hafa rifjast upp fyrir mér þær stundir sem við áttum saman í vinnunni, hún kom oft til mín í bakaríið og við spjölluðum um allt milli heima og geima. Ég missti síðan samband við hana eftir að við hættum að vinna saman og fyrir nokkru hitti ég hana útá götu, sæl var hún og orðin móðir. Ég held að móðurhlutverkið hafi verið henni mjög mikilvægt og hún leit vel út.
En nú er hún horfin að eilífu úr þessum heimi og börnin hennar ungu móðurlaus. Hugur minn og hjarta hafa verið hjá fjölskyldu Sæunnar í dag.
Já maður les um svona hluti í blöðunum og finnst það leitt, en þegar þetta hentar einhvern sem maður þekkir er tilfinningin öðruvísi og óhugsandi að þetta sé veruleikinn, að veruleikinn sé svona harður og kaldur.