Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

laugardagur, febrúar 26, 2005

Aldrei bjóst ég við því að þegar ég kæmi heim aftur frá útlöndum myndi Ísland virka sem stórt land og fjölmennt, en þannig leið mér þegar ég keyrði um stræti Reykjavíkur eftir að koma heim frá Færeyjum í gær.
Í Færeyjum búa um 50.000 manns, tala færeysku og búa í húsum með grasi á þökunum. Þeir borða þurrkað lambakjöt, fíla Ísland og íslenska nýyrðasmíði og eru stoltir af söngvum sínum og dönsum.
Ég mæli eindregið með því að fara til Færeyja, þar er rólegt og notalegt að vera og alls ekki stórt.
Þegar ég kom heim áttaði ég mig á að Reykjavík er orðin heimsborg, hún er mjög international og ágætur færeyingur sagði að hún væri meiri heimsborg en Kaupmannahöfn.
gjamm og djá!

mánudagur, febrúar 21, 2005

Hér verður ekki mikið bloggað næstu daga þar sem skvísan er að fara til Færeyja með skólabræðrum og systrum...
verið góð á fróninu

föstudagur, febrúar 18, 2005

Vá hvað það er mikið að gera þessa dagana, en annasemin er skemmtileg og gefandi.
Var að endurgera upprunalega sameiginlega merkingu á stofni indóevrópsks orðs sem eru mismunandi í tungumálum eins og þýsku, veddísku, íslensku, latínu, grísku o.fl. Hvert tungumál hafði mismunandi orð og mismunandi merkingu, en hægt var að leiða bæði myndun orðsins og merkingu frá einum sameiginlegum uppruna. kúl
Í gær kom fram mjög svo áhugaverð pæling í skrift og handrit. Í nokkrum handritum koma inn á milli rithendur sem skrifa lítinn hluta af handritinu og enginn veit hver skrifaði. Handrit eru oftast rituð af fáeinum skrifurum sem skiptust á að skrifa og gátu tekið mörg ár í það. En í sumum koma fram kaflar þar sem rithendur eru óþekktar og ólíkar aðalskriftarhætti handritsins. Ein tilgátan til að útskýra þetta er að handritin hafi verið eins konar 'gestabók', þ.e. að aðkomumenn sem kunnu að skrifa fengu að skrifa sinn hlut í handritinu er þeir áttu leið hjá á því býli sem handritið var skrifað á. Fannst mér þetta sniðug hugmynd að gestabók, að gestir og gangandi fengju að skrifa línu í bók eða handrit sem gat oft verið veglegt og virðingarvert að vera hluti af slíku verki.
Elliheimili eru sko ekki á nýnálinni, ónei. Þau voru til á miðöldum og voru einkum ætluð fyrir kamla karlskrugga sem höfðu verið prestar eða slíkt. Og þeir sem þekkja til Flóamannasögu þá er ein tilgátan að hún hafi einmitt verið samin á einu elliheimilinu þar sem hún þykir mjög karlrembuleg.
Og alltaf eru umræðurnar á kaffistofunni ágætu í Árnagarði skemmtilegar. Norska kýrin fær ekki landvistarleyfi þar sem framburður hennar er ekki í samræmi við framburð íslensku kýrinnar.
Ljúft er íslenskunámið, gagnlegt og gaman!

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Ég er leið, ég er döpur.
Mér leiðist þetta veður, þetta veður sem gerir mig dapra og leiða.
Ég er löt, ég er óskynsöm.
Mig langar að sofa fram eftir degi, borða bara góðan mat(þá meina ég óhollan)og horfa á sjónvarpið daginn út og daginn inn.
Mig langar að fara í fullt af fatabúðum og kaupa mér föt.
Mér er kalt á puttunum og nefinu, mig vantar einhvern til þess að hlýja mér.
Það er allt svo blautt og hráslagaralegt.
Í dag er í dag, en á morgun kemur nýr dagur og sjáum hvernig líðan verði þá.
Hví skyldi það vera?

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Mér var litið inní bíl nokkurn á leið minni í dag.
Í gegnum glerið sá ég glita í pizzukassa, bjórdós og bókina spor í bókmenntafræðum. Einnig sá ég hvítt pæjuvesti og bleika tösku. Ég staldraði við og velti fyrir mér hvað eigandi þessa bíls ætti spennandi líf, en áttaði mig fljótlega á því að ég væri eigandinn. Ég brosti útí húmið og spurði sjálfa mig, á ég svona spennandi líf?

föstudagur, febrúar 11, 2005

Ábyrgð...
Öll höfum við ábyrgð á herðum okkar, flest mismikla.
Það er á ábyrgð stúdenta að kjósa til stúdenta- og háskólaráðs til að gæta hagsmuna sinna, þetta er ekki spurning um framapotara eða landspólitískar skoðanir frambjóðenda heldur getu þeirra til að gera betur fyrir stúdenta.
Það er á ábyrgð okkar allra að vera varasöm í umferðinni og vera vakandi fyrir því að við erum ekki palli einn í heiminum, þó svo að auglýsingar umferðarráðs veki óhug og eru mjög óhugnanlegar ná þær ágætum punkti fram; ábyrgðin er okkar og enginn heilvita maður setur barnið sitt frá sér á svalir á 4. hæð án nokkurar girðingar. Því ætti enginn heilvita maður að keyra um án öryggisbeltis.
Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum, sem uppalendur og sem samfélagsþegnar. Þeim ber sú skylda að koma vel fram við börn sín og veita þeim gott og agað uppeldi svo börnin muni læra að axla ábyrgð þegar fullorðin eru. Þetta er alloft farið að gleymast hjá fólki. Samfélagið setur þær kröfur á fólk að ákveðnum aldri verði það að vera búið að gera ákveðna hluti, þ.á.m. að festa sitt ráð og koma upp heimili og börnum. En svo kemur sá tími að hver og einn einstaklingur verður að taka ábyrgð á sínu eigin lífi. Öll eigum við misgóða foreldra, sumir njóta mikillar ástar og umhyggju foreldra sinna, aðrir ekki. Einn helsti kostur lífsins er þroski og í þeim þroska felst ákveðin ábyrgð, gagnvart sjálfum þér, ástvinum og samfélaginu.
Búum við í frjálsum heimi? Ef svarið er já, að hvaða leyti er heimurinn þá frjáls? Við erum alltaf bundin af einhvers konar öflum sem gefa okkur ekki frelsi til þess að gera hvað sem er. Ef manneskja kemur illa fram við, hefur hún þá rétt á því að því að henni finnst það vera rétt? Af því að í frjálsum heimi má gera hvað sem er?
Ábyrgðin er fyrst og fremst hjá okkur, við sjálf verðum að taka ábyrgð á okkur sjálfum, gjörðum og segðum.
Það er ábyrgðin sem fylgir okkur ævilangt, það er ábyrgðin sem við verðum að fara velta okkur fyrir í þessu blessaða þjóðfélagi okkar. Hver ber ábyrgðina? Eru það ekki við öll? Ég ber alveg jafnmikla ábyrgð á því hvernig samfélag okkar þróast og viðheldur góðum gildum jafnt og hver annar sem þennan pistil les.

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

...at du elskar mig..., svo flott lag
er að hlusta á eivöru páls, sænskt lag..., algjört æði
gefur manni svona von um ástina, að hana sé að finna þarna einhvers staðar úti...
svo hugljúft og fallegt er lífið....
ó já..., sat í tíma í dag og leið líkt og lítilli einfaldri ljóshærðri gellu sem var í miðjum hópi þvílíkra gáfnaljósa sem álitu mig vera hið mesta flón. Tíminn fjallaði um málsögu sem var alls ekki leiðinlegt, það sem ég skildi af honum. En ég sit sumsé ein stelpa, lítil og skrýtin eins og ég nú er og með mér sitja fjórir gaurar sem eru greinilega mjög inní því sem viðtengist málsögu og spurðu þvílíkra spurninga sem ég botnaði ekkert í svona eins og.."ef laryngali 2 hafi litað rótina í hebergúgú hvað varð þá um stofn orðs líkt og bebergúgú..?" svona hljómaði þetta allavega fyrir mér og ég veit ekki hvort það hafi sést utan á mér að oft á tíðum kom ég af himalayafjalla í tímanum því kennarinn spurði mig í lok tímans hvort ég næði þessu ekki alveg?.. he, he jújú svaraði ég líkt og lítil nýklippt ung telpa í nýpressuðum kjóli( tjjaa, eða segjum slitnum gallabuxum, gamallri flíspeysu og hárið allt útí loftið þar sem ég víst gleymdi að greiða mér í morgun!!)
En annað ótengt þessu sem ritað hefur verið þá ræddi nú víst ágætur kennari við íslenskuskor Háskólans í gær um það við nemendur sína að málfræðingar væru nú þekktir fyrir það, eða svona...þið skiljið..nokkrir hverjir.., að vera fastir í fræðigrein sinni og ekki mikið að spá í hitt kynið. Hvort ég muni enda sem slík er óvitað...
æ þetta er voða sundurslitin bloggpistill, en sundurslitin manneskja skrifar sundurslitin pistil.., ekki satt?

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Ég gekk út með tárin í augnarhvörmunum, kvöldið var stillt og kalt var í vindi. Depurð fylgdi mér en samt tilhlökkun, tilhlökkun fyrir hönd vinkonu minnar sem nú er komin til Spánar og ætlar að vera þar næsta hálfa árið eða svo og stúdera spönsku. Hennar verður sárt saknað hér uppá fróninu í óveðrinu, en ekki er ég hissa á að veðurguðirnir hella tárum og lemja glugga landsmanna með vindi og regni þetta kvöldið. En hún Svanahvíta mín fagra mun svo sannarlega eiga skemmtilega tíma framundan og lífsreynslu sem mun aldrei hverfa úr minningum hennar.
Fyrir nokkrum árum síðan var ég vinafá ung stúlka og lífið var flókið og erfitt fyrir mér. Lífið hefur ekkert orðið auðveldara eða léttara, en ríkari er ég af vinum sem fylla líf mitt með gleði og fjölbreytileika. Með árunum hef ég kynnst fólki sem eru í dag mínir bestu vinir og aldrei átti ég von á því að eignast svona marga góða vini á svo stuttum tíma, en með öllu slæmu skal alltaf eitthvað gott verða og svo sannarlega á það við um mig.
Elsku vinirnir mínir, takk fyrir að vera vinir mínir og að vera svona yndislegir.

föstudagur, febrúar 04, 2005

Og það er líka svona svipuð hundamatarauglýsing!! oooojjjjjjjj, búin að fá nóg af þessu rugli!!

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Hvað er girnilegt við kattarmat?
Ég held að það sé auglýsing fyrir wiskas, sem er kattarmatur, og auglýsingin er fremur sniðug. Þegar kötturinn er að fá sér að éta stekkur lítil mús fram með útvarpstækið sitt og dillar sig fyrir framan köttinn sem lítur ekki einu sinni á blessaða músina því maturinn hans er svo góður. Og í restina er kattamatinum líst sem stökkum að utan en mjúkann að innan og svona sýnt hvernig maturinn er rosa girnilegur...,uuummmmmm ég fæ alveg vatn í munninn....not!! Og halda auglýsendur að kettirnir séu hlaupandi að imbanum þegar þeir sjá glita í auglýsinguna þegar þeir valsa um heimilið og væla síðan í eigendum sínum um að kaupa wiskas mat en ekki einhvern annan mat? Æ, mér finnst þetta fullmikið...