Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

sunnudagur, október 31, 2004

Segja má að október hafi verið leikhúsmánuður hjá mér.
Í byrjun mánaðarins fór ég að sjá Hárið ásamt systrum mínum tveim. Frábær sýning með mörgum skemmtilegum lögum, lét mig rifja upp margar góðar minningar frá unglingsárum mínum þegar ég stalst í græjurnar hjá systur minni og hlustaði endrum sinnum á diskinn úr Hárinu.
Síðan var haldið á sýningu Hafnarfjarðarleikhúsinss, sem var farið á vegna verkefnis í skólanum. Alveg mögnuð sýning sem er vel sett upp, samspil nútímaleikhús og svo gamallra sögu mjög svo skemmtilegt.
Í gær fór ég svo í leikhús með honum afa mínum, manninum sem kynnti mér fyrir Edith Piaf. Já, við fórum að sjá leikritið Edit Piaf eftir Sigurð Pálsson. Þvílík sýning!! Kannski er ég ekki hlutlaus þar sem Frakkland er mitt annað heimaland og Edith Piaf í miklu uppáhaldi, en ég var með gæsahúð allan tímann og sat líkt og lítið barn fyrir framan risastóra krús með brjóstsykrum í. Það mikla lof, sem Brynhildur Guðjónsdóttir hefur fengið fyrir túlkun sína á smávöxnu söngkonunni, á stúlkan svo sannarlega skilið. Bravó pour la femme!!
Leikhús lengi lifi!!

miðvikudagur, október 27, 2004

Enn um tunglið
Þegar líður á daginn kemur tunglið í ljós, myrkrið skellur yfir borgina, kveikt er á ljósastaurum og Reykvíkingar aka um götur borgarinnar umhugsandi um atburði liðins dags. Tunglið stækkar óðum og togar okkur til sín, ásýnd þess verður meiri og heltekur athygli okkar. Tunglið sér allt, veit allt og eflaust getur það allt líka. Tunglið getur verið auga Guðs, stundum sést það stundum ekki, en tunglið er alltaf þarna.
Og ekki halda að ég sé leið eða niðurdregin, myrkur og kuldi er máski óvinur minn en ég læt þá ekki buga mig því lífsandinn og gleðin lifa innra með mér.
Varið ykkur á tunglinu, það gæti gleypt ykkur.

sunnudagur, október 24, 2004

Tunglið, tunglið
taktu mig
berðu mig upp til skýja...
Undanfarin kvöld hefur tunglið verið undursamlega fallegt.
Það stækkar með hverju kvöldinu og togar í mig.
Sagt er að tunglið hafi áhrif á skap og mátt kvenna.
Ennfremur dregur tunglið fram varúlfa og sumir verða kynóðir.
En eitt veit ég að tunglið lýsir upp kaldar kvöldstundir er ég ráfa um stræti, leitandi.
Tunglið er sól næturinnar, tunglið.....

mánudagur, október 18, 2004

Kalt myrkrið hefur sest yfir landið, vetur konungur er genginn í garð. Mér líkar ekki veturinn, kuldinn hertekur líkama minn og verður hann stirður, uppþornaður og grátbiður um hlýju og sól. Myrkrið sest á sál mína sem dökkt þykkt lag af vansæmd. Að búa á Íslandi hinu góða er forréttindi, fegurð þessa lands er hrikaleg og engu lík. En náttúra og veðurfar landsins er sál og andi þjóðarmanna og þegar skammdeginu fer að halla, leggjast Íslendingar í dvala.
En framundan er ritgerðaveturinn hinn mikli, sjö ritgerðir á þessari önn og lokaritgerðin mín, ef einhvern tíma verður búin, er takmarkið. Þessa dagana er ljóðaritgerð sem á allt mitt strit, ljóð eftir Sigurð Pálsson og heitir Hvíldarbekkur. Ljóðið er um hvíldarbekk sem ljóðmælandi notar fyrir dagdreyming sinn, en það er ekki venjulegur hvíldarbekkur heldur legsteinn ljóðakonu sem sprakk úr harmi. Já, fagurt er ljóðið en flókið.
Og við tekur framandgerving formalisma...
spennandi tímar framundan, en kaldir..

fimmtudagur, október 14, 2004

æ hvað á ég að segja? Hugur minn er uppfullur af alls kyns bókmenntahugmyndum og námið hefur algjöran forgang í lífi mínu þessa dagana. Því hef ég ekki verið dugleg að segja mitt álit á hinu og þessu í lífinu hér á þessari síðu, really don't care.
so nothing more to say my fay.

föstudagur, október 08, 2004

"Þú daðrar og ert ævintýragjörn/-gjarn um þessar mundir (á við helgina framundan). Hrúturinn lifir fyrir ástina, vill elska og vera elskaður. Hann birtist örlátur og er nánast ávallt góður að greina aðstæður."
Jæja....., góð helgi framundan???

miðvikudagur, október 06, 2004

Já, ég er alveg hundlöt við að blogga þessa dagana.
Það bara gerist ekkert spennandi hjá mér!! Ég held ég sé fremur óspennandi manneskja. Lítil og ljót er, frek er ég, en spennandi er ég bara engan veginn!! Ég er bara ósköp venjuleg stelpa sem fer í skólann á hverjum degi, læri, vinn, fer á æfingar, hitti vinina og punktur!! Þetta er ekkert voðalega spennandi líf finnst mér. And what a girl to do?? Tjjjaaa, það eru eflaust margir með lausn á þessum vanda, so bring it on!!
Kannski ég geri bara e-ð mergjað eins og að skandalast eða öskra á kennarana eða afklæðast útá götu eða e-ð sem ég get sagt hér.
Æ, er farin að læra.....

mánudagur, október 04, 2004

Bíddu hver bað eiginlega um þetta veður??
Ég fór í sakleysi mínu að ná í hjólið mitt í viðgerð í morgun og hjólaði í skólann. Þegar ég svo nálgaðist háskólasvæðið var þessi litla vindhviða, sem ég hafði verið vör við á leið minni niðrí bæ, allt í einu orðinn að stórstormi og varð ég að stoppa og reiða hjólið að aðalbyggingunni þar sem vindurinn var svo mikill!!
Þegar svo heim á leið var haldið ákvað ég að fá einhvern til að ná í mig því í þetta líka mikla stormsama veður lagði ég ekki útí hjólandi heim.
Náttúrulega þegar í Breiðholtið var komið var vindurinn ekki svo sterkur, þrátt fyrir að vindsamt var hér á holtinu góða.
Í dag var ég ekki sátt við miðbæinn, en þetta er víst ekki honum að kenna. Hann ákveður ekki hvernig veðrið ætlar að haga sér.