Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

þriðjudagur, mars 29, 2005

Páskahelgin mín einkenndist ekki af íhugun um Jesú og upprisu hans, páskaeggjaáti eða einhverju sem tengist páskunum á táknrænan hátt.
Páskahelgin mín fór fremur meira í það að velta ástarmálum fyrir mér. Já, þær voru nokkrar vinkonurnar sem leituðu eftir fróðleik mínum um hitt kynið, samskiptum við það og fengu ráðleggingar t.d. við ástarsorg o.fl.
Á laugardagskvöldinu leigði ég mér mjög týpíska ástarmynd, mjög rómantísk og hugljúf og ég virkilega náði trúnni á hina eilífu, góðu og rómantísku ást sem sigrað allt ef viljinn er fyrir hendi. Sjáið til, þið sem ekki þekkjið til, lifi ég í miklum ævintýraheimi. Ég trúi á ævintýri eins og Öskubusku og Mjallhvíti þar sem hinn fagri prins á hvíta hestinum finni prinsessu sína og þau lifa hamingjusöm til eilífarnóns.
Sú heimsmynd entist ekki lengi. Á sunnudeginum, páskadegi sjálfum, leiddist mér óneitanlega og skellti í spilarann sex in the city þáttum, nánar tiltekið fyrstu seríu. Snilldarþættir og mjög kómískir á köflum, en hafa svolítið ó-rómantískt álit á ástarmálum. Hugmyndir þáttanna eru nútímalegar og margt sem kemur fyrir persónur þáttanna er eitthvað sem við einhleypa fólk könnumst við á einhvern hátt. Aðalumræðuefni þáttanna er auðvitað samskipti kynjanna og þá helst leikni þeirra í bólfimi. Umræðuefni þessa þátta sem ég horfði á var t.d. einkvæni, aldur og að vera einhleypur á vissum aldri, fyrirsætur, gagnkynhneigð, samkynhneigð og margt fleira.
Af þessu efni, sjónvarpsefni, fór ég að velta fyrir mér hvar ástin stæði í nútímasamfélagi. Er ég ein um það að finnast einn lífsförunautur vera ágætis uppskera eða er það orðið almennt hjá fólki að kanna markaðinn áður en í hnapphelduna er gengið? Er kynlíf orðið tól "vina" sem vilja kynnast meira?
Kannski er ég mjög gamaldags, hef nú fengið að heyra það ansi oft undanfarið, en mín skoðun er sú að "ástarsamband" snúist um gagnkvæma ást frá báðum aðilum og að það sé ekki bara um líkamlega hlutann. Ekki öðlast menn reynslu með vissum fjölda rekkjunauta heldur er dýrmætara að þroskast með einum einstaklingi og kynnast honum frá öllum köntum. Jú ég hef mína rómantísku sýn á ástinni og samböndum sem slíkum, prinsinn kemur og finnur sína prinsessu og þau lifa hamingjusöm til eilífðar. Call me foolish, en þannig er ég.
Er ástin í hættu?

sunnudagur, mars 27, 2005

Gleðilega páska!!

miðvikudagur, mars 23, 2005

Hún mútta mín á afmæli í dag, ekki ómerkilegra en 49 ára gellan!
Hringdi í hana áðan og var konan að læra, eitthvað sem ég ætti líka að vera að gera.
mamma: hvenær vaknaðiru í morgun?
ég: æ veit ekki.., skiptir engu..
mamma: hvað ertu ekki svona öguð eins og ég, vakna alltaf kl. 8 á morgnana
Eg: öguð? you kiddin'?
hvenær gerðust háskólanemar agaðir? og það ungdómurinn?
En hún virtist vera sátt við aldurinn, fannst það skárra en minn aldur. Hún væri ekki til í að eiga allt eftir sem hún gerði á mínum aldri. ó jæja, ekki veit ég hvort skárra sé að vera 49 en á mínum aldri, en ég er alveg sátt við lífið og svona og aldurinn sko... really!!
farið að læra hundskotturnar ykkar!

þriðjudagur, mars 22, 2005

Ein ég sit og læri, inn í lítilli stúdentaíbúð....
Fröken stúdent er komin niðrí bæ og ætlar sér að halda sig þar, a.m.k. um páskana. Lítil vinkona lánaði mér íbúð sína um páskana þar sem för hennar var heitið á heimaslóðir um hátíðirnar og gerðist svo góð að lána mér höllina á meðan hún dvelur á norðurslóðum. En hér verður ekkert afslappelsi, ó nei, hér verður lært! ó já, ef fólk heldur að seinasta önn hafi verið mikið, þá er þessi svona fjórföld hún. Upp safnast ritgerðirnar og ein fremur stór sem mun taka mest megnið af páskafríinu. Um er að ræða hina margrómuðu og ræddu BA-ritgerð og bjartsýna ég ætla að klára vonandi þetta misserið svo ég geti staðið í Háskólabíó 25. júní og taka við skjali mínu þess til staðfestingar að ég hef actually gert eitthvað lærdómslegt í þessum blessaða skóla úr höndum fráfarandi rektors, Páls Skúlasonar. Þetta var of löng setning, vona að leiðbeinandi minn sér þetta ekki.
Svo virðist einnig sem vinir mínir sem búa niðrí bæ hafa flúið annað hvort borgina eða í annað hverfi um þessar mundir, vona að það sé ekki tengt komu minni hingað. En kannski er það ágætt þar sem ég verð að læra 24/7 næstu 7 dagana.
Merkingarflokkar sagna eru mismargir og fer eftir hvaða málfræðing er um að ræða.... æ vúbbs, vitlaus gluggi!!

miðvikudagur, mars 16, 2005

Grípið ykkur í kaffibolla og rettu.., nú eða epli og vatn líkt og hún Lára mín klára því þessi verður langur.
Jafnrétti.
Af og til kemur upp umræða um jafnrétti í samfélaginu, gott er það vegna brýnna nauðsynjar á skiptum skoðunum á þeim málum.
Núna síðast hefur verið rætt um jafnrétti í kjölfar rektorskosninga í HÍ, fyrir ykkur sem ekki vita af því þá... já það eru sumsé rektorskosningar á morgun í HÍ.
Allavega, jafnrétti. Ég veit ekki hvort það kallast karlremba í mér, karlremba hjá konu já, en mér finnst oft svör hjá fólki sem vill jafnrétti vera þau að það eigi að ráða konur í t.d. stjórnarstöður og nefndir þar sem karlmenn eru í meirihluta, af því að hún er kona..., bara af því að hún er kona?!
Ok, ekki misskilja mig. Ég hef alveg jafn mikinn vilja fyrir því og aðrir að hluti kvenna í ábyrgðarmiklum stöðum er lítill, en það fer í taugarnar á mér að ráða eigi einstakling í starf bara út af kyni.
Ok, ég er ekki sammála birni bjarna um að jafnréttislögin séu barn síns tíma, ég meina barn síns tíma! miðað við aldur eru þau orðin miðaldra eða ung, en lög eru lög og þeim ber að framfylgja. Það var einkennandi hjá karlmönnum að líta fram hjá konum á sínum tíma þegar ráða átti í stöður, en er raunin sú enn í dag? Hvernig er viðhorfið í dag hjá fertugum gaur, með skalla og bumbu og er að velta umsóknum fyrir sér í ráðningar deildarstjórastöðu hjá Íslandsbanka? Engir fordómar hér sko, bara svona létt dæmi. En hjá konu, með rauðan yves saint laurent varalit í ljósgráu pilsdragtinni sinni með örlítið lykkjufall á sokkabuxunum sínum sem er að velta umsóknum fyrir sér í ráðningu skrifstofustjóra tryggingarmiðstöðvarinnar?
Og þessi setning, af því að hún er kona? man, hvað hún fer í taugarnar á mér. Ég er hlynnt því að auka hlut kvenna í áberandi stöður, en bara af því að hún er kona? Mér líst betur á þá setningu að hún var ráðin því hún er hæfur einstaklingur og auka bónus, hún er kona!! Erum við kannski að veita konum samúð og ráða þær sem síðan kljást illa við starfið, ráða ekki við það og ganga af göflunum? Ok, kannski smá ýkt en kannski eru þessar pælingar hjá mér veruleikafyrtar hjá mér.
Ég hef nefnilega þá sýn, draumasýn, að við getum lifað í sátt og samlyndi hér í þessum heimi. Að hæfasti einstaklingurinn sé ráðinn óháð kyni, aldri, kynþætti, líkamsbyggingu, stéttarstöðu, nafni, skoðunum o.fl. o.fl. Og að við göngum til verka óháð því hvort kynið sé betra til þess gerður. Það er jú munur á líkamsbyggingu kynjana og getu okkar á sviði erfiða líkamlega séð, en það er líka munur á svörtum mönnum og hvítum í líkamsbyggingu og var oft rökin fyrir þrælatöku hvítra manna á svörtum. Er það leiðin til að fá hæfustu mennina til að vinna vinnu sína? Nei, alls ekki því við förum eftir ákveðnum mannréttindum, við lítum á hvort annað sem óháða einstaklinga sem við eigum öll að gefa tækifæri til þess að gera sitt besta.
En jafnrétti er vandmeðfarið orð, vissulega. Og sú kynjajafnréttisumræða fer stundum í taugarnar á mér því mikið er notað af því hún er kona og auka verður hlut kvenna, í stað af því hún er jafnhæfur einstaklingur sem vill svo vel til að sé kona og að auka verður hlut hæfra kvenna til að sinna því starfi sem karlpungar sinna.
En hvað með jafnrétti innan orðræðu kvenna? Er hún til staðar? Að mínu mati er það ekki til staðar þar sem konur eru þær fyrstu til að rífa hvor aðra niður og gagnrýna í sand og ösku. Þetta gera ekki karlmenn, a.m.k. ekki að eins miklu leyti og konur og nota ekki þær svívirðilegu aðferðir eins og konur. Og þetta leyfi ég mér að segja af því að ég er kona!! Lítið get ég tjáð mig um karlmenn, en af hverju er staða þeirra t.d. í atvinnulífinu svona góð en ekki hjá konum? Er það alfarið karlmönnum að kenna? Af hverju er ekki þessi samstaða, þetta systralag hjá konum líkt og bræðralagið hjá karlmönnum? Af hverju þurfa konur alltaf að bera fyrst og fremst ábyrgð á því sem t.d. hjón, pör eða sambýlingar eiga? Og þá er ég ekki að tala um dauða hluti, heldur jafn lifandi hluti og börn, samskipti við foreldra, ósagða hluti eins og "það er veisla á laugardaginn hjá systurdóttur hans, hvað þarf að gera"? hugsa menn svona? já karlmenn?
Eða er ég kannski jafn sek og allir hinir í samfélaginu og sé skiptinguna bara á gagnkynhneigðum körlum og konum? Er orðræðan um konur öðruvísi hjá samkynhneigðu fólki? Eða lituðu fólki, þ.e. sem er ekki hvít á hörund? Hvert er þessi umræða eiginlega komin?
Og kids, karl er skrifað með r-i og l-i en ekki tveimur ll-um, þó svo að framburðurinn sé að mestu leyti útdauður þýðir ekki að við þurfum að alhæfa núverandi framburð líkt og forfeður okkar gerðu forðum stundum í handritum!!
ég er farin að horfa á amnt...

þriðjudagur, mars 15, 2005

Ég horfi stundum á sjónvarp, svona líkt og meginþorri landans, og eru það aðallega framhaldsþættir amerískir og sápuóperur af bestu gerð.
Í gær horfði ég á CSI, sem eru mjög góðir þættir. Ég hef tekið eftir því að slíkir þættir sem eru sambærilegir CSI hafa aukist mjög, nú eru komnar þrjár týpur af CSI-þættinum og gerast þeir allir í mismunandi borgum í Bandaríkjunum. Einnig sýnir Skjár Einn nokkrar týpur af Law & Order, sem eru löggu- og lögfræðingaþættir. Þetta eru allt ágætis þættir upp að vissu marki.
En þessir þættir eru fremur innihaldslitlir, þeir eru allir eins en málin sem spæjararnir vinna í mismunandi. Og nýji CSI-þátturinn sem á að gerast í New York hefur að geyma mjög góða leikara, en persónur þeirra svo óaðlaðandi og það er eins og hver þáttur hafi sömu persónurnar. Einn aðalgæi sem veit allt, ein hot chick sem er mjög fullkomin í útliti og meir að segja sami klæðaburður!!(beinar buxur, háhælaðir skór, skyrtur, sítt flott hár sem er alltaf slétt eða að mestu leyti)
Þó svo ég hafi gaman af þessum þáttum, þá leiðist mér hvernig þessir þættir eru alltaf eins og það er meira hugsað um hvernig hlutirnir eru rannsakaðir, hvernig eigi að finna þann "vonda" og refsa honum. Það er kannski líka málið, þessir þættir ganga út á það að glæpur er framin, liðið rannsakar málið og finnur sökudólg sem fær makleg málgjöld yfirleitt, þ.e. dæmdir í fangelsi eða til dauða. (sem er nú engin lausn að mínu mati)
Kannski virkar þetta útí Bjanda-ríkj-unum, en hérna heima? Erum við orðin eins og usa-menn, sjáum bara hið góða eða hið slæma í mönnum? Að ef menn brjóta af sér séu þeir "illir" og það verður að loka þá inni í fangelsi eða drepa þá? Og viljum við fá svona þætti, fólk sem lifir fyrir starfið og hefur enga galla(að nokkru leyti) og ekkert einkalíf? Ekkert fítt í hinu mannlega lífi, bara koma hinum "illu" frá?
æ ég er farin að bulla, fokking beygingar-fræði!!
út ég fó-r, seg-ð-u mér sög-u, beyg-ing-ar-fræð-i.........

mánudagur, mars 14, 2005

Nei, nei ekkert þungt hugsi.., vildi bara koma þessum hugleiðingum á framfæri.
Fór í bíó á laugardaginn með henni Helgu vinkonu minni sem er með dansandi Hawaii-stelpu í bílnum sínum.., svaka flott. Við sáum myndina um Ray Charles, þrusugóð mynd að mínu mati og tónlistin bien sur skipaði veigamiklu hlutverki. Fyrir ykkur sem ekki vita var Ray Charles mikill tónlistamaður.
Skondið þegar ég kom heim og opnaði imbann blasti við mér kvikmynd sem fjallaði um ævi Tim Morrison, og fyrir ykkur sem hafa greinilega ekki hundsvit á tónlist var hann söngvari The Doors.
Myndin um Ray var vel gerð, vel leikinn og saga hans mjög sorgleg að mörgu leyti. Tim Morrison átti ekki heldur sjö dagana sæla, dó ungur úr of stórum skammti eiturlyfja. Ray Charles notaði líka dóp til þess að gleyma minningum sínum um æskuna, hann hætti að nota heróín þegar hann tókst á við fortíðardrauga sína og dó á síðastliðnu ári.
En ég fór að velta fyrir mér þessum ævisögum frægra manna, nú hafa verið gerðar ansi margar kvikmyndir um fræga tónlistarmenn og flestir þeirra átt fremur erfitt líf, verið í dópi og átt fullt af konum og börnum, átt erfitt uppdráttar, verið sviknir o.þ.l. Þá velti ég fyrir mér hvort þessir menn sem skilja eftir sig svo mikið, þ.e. tónlist þeirra, geti ekki fúnkerað í "normal" lífi? Er það frægðin sem leiðir þá á braut eiturlyfja eða ráða þeir ekki við t.d. fortíðardrauga eða erfið samskipti?
Hvernig er það svo fyrir normalt fólk, getur það þá ekki orðið tónlistarséní eða markað sína braut á sviði tónlistar ef æskan var ljúf og eiturlyfjafíknin ekki til staðar? Eða er framtíðin sú að besta tónlistin sem við fáum sé álíka og Nylon-gellurnar?
Georgia on my mind....

laugardagur, mars 12, 2005

Á meðan einn maður fremur glæp, er annar að gera góðverk...
Á meðan einn maður eyðir mannslífi, er annar að fæða nýtt mannslífi inní heiminn...
Á meðan einn maður sveltir, hámar annar í sig alls kyns óhollustu...
Kannski er ég einföld en ég skil ekki af hverju þarf heimurinn að vera eins og hann er? Hví geta ekki allir notið þess góða sem lífið hefur upp á að bjóða? Af hverju þurfum við að fara illa með hvort annað og ef verra er okkur sjálf?
Hvers vegna situr grátandi barn í Eþíópíu, með útblásin maga af vannæringu þegar ég sit hér í Breiðholtinu, Reykjavík, Íslandi og háma í mig góðgæti?
Hvers vegna metum við lífsgæðin í eignum, peningum og dauðum hlutum þegar lífshamingjan á að snúast um hamingju, ást og almenna velsæmd í lífinu?
Það þýðir ekkert að segja við mig að svona er þetta bara og við getum voðalega lítið í þessu gert, við höfum öll val og ef við meiðum, stelum eða særum veljum við að gera það...
Inn í okkur öllum býr gott, meir að segja Osama bin Laden...
Og af hverju þurfum við að flokka heiminn niður eftir illu og góðu? Ef þú ert góður þá ertu látinn í friði, en ef þú átt illa uppdráttar, lendir í slæmum málum þá bara sorrí vinur í fangelsi með þig ásamt öllum hinum "vondu" gaurunum
Er það ekki skylda okkar sem höfum það fínt að aðstoða þá sem minna mega sín? eða reiknaði ég dæmið svona illa? Ég hef nú aldrei verið góð í reikningi en veit þó að tveir plús tveir gera fjórir, að ef við stöndum saman getum við gert betur og útkoman verði í plús fyrir okkur öll.
En aftur að réttarkerfinu, já þetta nafn er alveg fáránlegt fyrir kerfi sem er ekki einu sinni "rétt". Hvernig erum við sem samfélag að refsa afbrotamönnum með því að losa okkur við þá, t.d. með dauðarefsingum? Hvað er "dómskerfið" að segja með því að myrða afbrotamenn? Er það ekki viðurkenning á því að það er allt í lagi að drepa?
Það er venjan, allavega á mínu heimili að ef e-ð bilar t.d. eins og vaskur er rót vandans fundinn og gert við lekann, en ekki bara lokað fyrir hann. Hvers vegna gerum við það ekki við manneskjur líka? Finnum rót vandans og reynum að lagfæra hann í stað þess að henda fólki inn í lokað stórt hús og láta það dúsa við lágmarksaðstæður þar sem vandinn eykst bara. Og ekki reyna að segja mér að það sé ekki hægt að hjálpa eða aðstoða þeim sem hafa lent illa í því, það er þá þitt val að ákveða það.
málefnaleg my ass!!!!

miðvikudagur, mars 09, 2005

Ég er einföld..., eða kannski flókin...., eða kannski bara sitt lítið af hverju...æ hverjum er ekki sama?
Hugmyndirnar flæða beint ekki um hausinn akkúrat núna, nenni ekki að vera málefnaleg um allan andskotan sem fullt af öðru fólki getur tjáð sig mun betur um en ég.
Kannski er ég bara búin að blogga um allt sem ég vil segja? HELL NO!!
ég veit bara ekkert hvað ég á að segja að þessu sinni, ég hugsa bara um málfræði. málfræði, málfræði, málfræði og málfræði.
Mér finnst að ÞÚ ættir að fá þér ein ölara, feita konu eða karl, lesa Tense eftir Bernard Comrie og chilla!!

mánudagur, mars 07, 2005

Er enn á lífi, bara búið að vera brjálað að gera og mun skrifa einhvern ljúfan blogg-texta fljótlega...
nýja lögheimilið mitt er bókhlaðan og gengst þar undir nafninu málfræðinördið....
ef ykkur vantar að vita eitthvað um tíðir, sagnir og beygingarflokka þá talið við mig....
árshátíð mímis var góð, sú flottasta í manna minnum, en hún var haldin síðastliðinn föstudag....
ef einhver hefur svo séð bleikan bol, gular buxur og stóra mittiskeðju, þá á ég það!!!
viva la mímismafían!!!!