Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

sunnudagur, janúar 30, 2005

Helgin var svo góð, svo ljúf að annað eins þekkist ekki í manna minnum.
Helgin byrjaði á hádegi föstudags, við óli skunduðum með prófessorum, kennurum og öðru starfsfólki Hugvísindadeildar á deildardag sem haldinn var á hóteli við bláa lónið. Þar ræddum við um framtíð deildarinnar og svo skólans og aðstöðu vanda hans. Ekki var það leiðinlegt að sitja með helsta fólki hugvísinda á Íslandi og ræða allt frá skemmtisögum af málfræðingum til málfræðarinnar sjálfrar og þeirrar yndislegrar fræðigreinar. Ekki leiðinlegt, ó nei.
Síðan var haldið á (sadly to say) kveðjupartý Svanhvítar Lilju(hinar fögru)á Gauknum þar sem enn var meir drukkið af fríu áfengi og ekki leiðinlegri félagsskapurinn þar á bæ, umvafin var maður af góðum vinum og skemmtilegu fólki sem litar tilveruna á mjög svo skemmtilegan hátt, svo ekki sé minna sagt.
Hápunktur helgarinnar má þó með sönnu segja vera "píu" djammið er átti sér stað í gær. Við dansipíur Kramhúsins ákváðum að hittast í nýju íbúðinni hennar Allýar, hlustuðum á britney og mikka, tjúttuðum, drukkum, spjölluðum og drukkum enn meir. Leiðin lá svo niður í bæ þar sem föngulegur aðdáandaklúbbur safnaðist í kringum aðalpíur bæjarins og ekki þurfti að hafa áhyggjur af áfengi þar sem aðdáandaklúbburinn sá vel fyrir okkur stúlkunum. Segja má að við stúlkurnar höfum átt staðinn því annað eins hefur ekki sést í manna minnum og sporin voru íðifögur enda kunnum við svo sannarlega að stíga þau!!
Í dag fórum við Svanahvíta hin spænska svo í bláa lónið ásamt kornelíu, kærasta hennar og gellu sem enginn veit hvað heitir, shame shame. Yndislegt var það að láta þreytu og þynnku eftir annasama helgi líða út í stað suðursins. Þar sem helgin byrjaði endaði hún líka, sniðug er stelpan!!
Og enn bætist í hópinn í safn bloggara hér á tengilsíðunni. Hún Katarína, hin föngulega kennaraháskólastúdentína lætur í sér heyra á bloggsíðu sem hún heldur ásamt vinkonum sínum. Check it!!

fimmtudagur, janúar 27, 2005

OOhhhh, var að koma heim af æfingu og ætlaði að fara í tölvuna þegar ég sé að fjórir voru búnir að reyna að tala við mig á msn, meir að segja steinn vinur minn sem ég heyri örsjaldan í!! Gleymdi nefninlega að seta á away, skamm ég!!!
En vá hvað ég er ánægð með vini mína núna, þeir hlýða allir....eða næstum allir. Ég setti á msn-ið í gær að þeir sem væru vinir mínir ættu að fara á bloggið mitt og kommenta og meir að segja Danni sem segist aldrei lesa bloggið mitt kommentaði, I luv you guys!! Þið eruð æði og ég á bestu vini í heimi, that's for sure. Svona á þetta að vera, allir að láta heyra í sér!!
Nokkur áróður mun verða hér næstu vikur þar sem (líkt og hefur komið fram) hún Lára bestasta vinkona mín er í framboði fyrir Röskvu og er hún hörkukvendi sem mun koma hlutunum í gang og berjast fyrir auknum réttindum stúdenta!! Já nú er um að gera að fara að hrista aðeins upp í málefnum stúdenta, t.d. bætta aðstöðu o.fl. Í Röskvu er gott baráttufólk sem mun láta gott af sér leiða þannig að það er um að gera að kjósa rétt!!
Að lokum hef ég sett inn nýja gellu. Já hana Allý sem er að dansa með mér, hún er algjört æði skvísan og kann svo sannarlega að hrista sig stelpan!!
Góður vinur er dýrmætara en allt heimsins dýrasta gull, vinir mínir eru með þeim bestu.

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Og úr öskunni í fjörið!! Vá hvað skapið getur breyst á stuttum tíma.
Í gær var ég alveg hundlöt og gjörsamlega nennti engu. Í dag er ég búin að vera hrikalega aktív og full af orku!!
En hey, hvað varð um þá sem kvörtuðu undan bloggleysi, svo láta þeir ekkert í sér heyra hérna!!
People, speak up!!

þriðjudagur, janúar 25, 2005

"Markmið Háskóla Íslands með gerð jafnréttisáætlunar er að tryggja jafnrétti og jafna stöðu kynjanna." Öll erum við hlynnt jafnrétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins, en hvað með jafnrétti meðal stúdenta almennt í Háskóla Íslands? Borið hefur á því að stúdentar í mismunandi deildum hafa misgóða aðstöðu fyrir nám sitt og félagsstörf. Á meðan stúdentar í ónefndum deildum skólans hafa mjög góða lesaðstöðu útaf fyrir sig eru aðrar deildir sem hvergi eiga heima!
Hugvísindadeild er nýtt nafn á deildinni sem mín skor tilheyrir. Innan þeirrar deildar eru tungumálaskorir ýmsar, heimspeki, sagnfræði, bókmenntir o.fl. Fyrir margar þessar skorir er enginn aðstaða nema bókhlaðan sem er vissulega fín aðstaða, en betra væri fyrir þessar skorir að hafa lesaðstöðu í sínu húsi og þar sem góð handbókaaðstaða er til staðar. Einnig að mest öll kennsla þessara skora myndi vera á sama stað, í sama húsnæði.
Mín kynslóð er alin upp við kjörorðin mennt er máttur, sem hefur gert það að verkum að ásókn í háskólanám hefur aukist til muna undanfarin ár. Hvort það sé aðalástæðan ætla ég ekki að fullyrða, en fjölgun stúdenta í háskólanám er staðreynd.
En fjárhagsstaða háskólans er sem aldrei fyrr mjög bágstödd og bitnar það mest á stúdentum og náminu, ekki bara fjárhagslega heldur líka fræðilega séð. Í Hugvísindadeild er verið að spara og spara og þar sem mesti kostnaður deildarinnar fer í launakostnað hefur kennurum fækkað og úrval námskeiða orðið bágborið eða námskeið sem kynna nýung í fræðigreininni hafa verið lögð niður vegna fjárskorts.
Ný öld er komin, nýjar áherslur í samfélaginu og því þarf að fara að huga að nýrri framtíð Háskóla Íslands. Stúdentar vilja jafnrétti meðal sín allra og því þarf að gera vel við allar deildir Háskólans, ekki bara vel valdar deildir. Ef viljinn er fyrir hendi eru peningar minnsta málið.
Þetta ætti að kveikja í fólki í háskólanámi til að verulega fara að velta ýmsum spurningum fyrir sér og láta í sér heyra ef það er ósátt. Ekki líða í gegnum nám og hafa margar skoðanir á hlutunum sem ná aldrei lengra en til vina og vandamanna. Speak up people!!

mánudagur, janúar 24, 2005

Þessi dagur, þetta kvöld...
ótrúlegt hvað hlutirnir í lífi manns geta umsvifalaust breyst, umturnað lífi manns. Líkt og skyndilegur hvirfilbylur sem rífur þig upp, hristir vel í þér og skellir þér svo hratt og fast niður á jörðina og þú skilur ekkert hvað gerðist.
Og afleiðingarnar, já þær geta verið misjafnar. En alltaf er þetta spurning um viðhorf, viðhorf til lífsins og þín sjálfs. Valið er þitt, þú velur að vera leiður og láta lífið þjóta framhjá þér, en þú getur líka valið það að lifa, vera glaður og leyfa reiðinni, biturleikanum og hatrinu sigla sinn sjó. Stundum er það erfitt og sálin heltekin af tilfinningum sem þér finnst þú ekki geta sleppt, en svo auðvelt er það að bara sleppa, rétt eins og sleppa þunga pokanum. Pokinn bara dettur og hverfur, en þú stendur eftir léttari, glaðari og getur staðið upprétt og lifað lífinu. Slæmu minningarnar verða einungis minningar um liðinn tíma, þær verða hluti af lífi þínu en heltaka það ekki. Til er fólk sem læknast af illvænlegum sjúkdómum og telur fólk það vera kraftaverk, kraftaverkið er valið, valið að velja heilbrigði og hafna sjúkdómnum. Slíkt er líka hægt með sálarinnar angist, hægt er að breyta henni í gleði og kærleika.
Sumir hræðast lífið, aðrir fagna því á hverri stundu. Sumir sogast hægt og hægt inní myrkviði sjálfs síns og sjá aðeins myrkrið, aðrir lifa sífellt í bjarta ljósinu og fá aldrei nóg af því.
Hvers vegna veljum við ekki bara auðveldu leiðina? Gleðina, ástina og umframt allt lífið? Það er svo einfalt.
Hugsið málið.....

laugardagur, janúar 22, 2005

Það fyrsta sem beið mín er ég kom heim í gærkveldi var risa.. og þá meina ég risa stór nóa kropp poki sem mútta hafði keypt. Þar með byrjaði átakið ansi vel. En nei nei, það verður sko tekið á því núna bara þegar pokinn er búinn!!
Og í kringum mig er fólk alveg að meika það!!
Hún litla systir mín átti afmæli í gær, 17 ára gömul stúlkan og komin með bílpróf!! Hún segist nú ekki vera neitt lítil en fyrir mér er hún snúllan mín lítil og er stóra systir hennar(sem er nú reyndar ekkert svo stór!!) afar stolt af henni.
Lára vinkona mín er á hraðri uppleið í félagsmálunum, skipar hún 7. sæti á lista til Stúdentaráðs fyrir Röskvu. Sú stúlka mun ná langt í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur og vel það.
En sumir sem ég þekki eru ekki svo heppnir, óheppnin þefar þá uppi, say no more....

fimmtudagur, janúar 20, 2005

hhmmm...,já....blogga ...já! Hér eru víst nokkrir farnir að kvarta undan bloggleysi, úr því verður bætt hið snarasta. Skipulagsbókin er komin, orðinn uppfull af what to do næstu dagana og nú hef ég komið inn nokkrum mínútum in my very so tight scedual til þess að blogga mínum vinum til mikillar gleði vonandi.
Nei ástandið er nú ekki svona slæmt, en nóg er um að vera. Og það síðasta sem frökenin tók að sér, jújú enn eitt verkefnið fyrir hendi, er seta í ræðuliði íslenskunnar! Úúfff, sjáum til hvort ræðumaður lúri í þessum líkama.
Talandi um líkama(djöfull er ég góð að tengja þetta svona saman!!), já sko minn líkama, þá hef ég ákveðið að fara í smá átak. Ok, ég er bara venjuleg manneskja, að vissu leyti en ef litið er á líkama og líkamsgerð þá...., ok ekki svo venjuleg en allavega ekkert ofurvaxin eða neitt fáranlega feit, bara í réttum þyngdarflokki. Allavegana er ég búin að vera ansi dugleg í óhollustunni undanfarið líkt og flest allir (nema kannski hungruð Afríkubörn, gefum þeim að borða!!)og bætt nokkur kíló á minn líkama. Og nú er ég bara ekkert sátt við ástandið, ég vil verða fit og flott eins og ég var þegar ég var yngri. Því er stefnan nú að hætta að drekka gos, minnka (já takið eftir minnka, ekki hætta) nammiát og borða hollari mat og svo umfram allt hreyfa mig!!Nú verður sko farið í háskóla-gymið, hlaupið af sér rassinn, pumpaðir upp vöðvarnir og kramhúsið verður svo vettvangur líkama míns af og til þar sem dansað verður trylltur shaky dans!!
Nú hefur letin verið slegin úr mér og dugnaðurinn setur inn í staðinn, sjáum svo hvernig gengur(já sjáum sko svo til)

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Lesið pistilinn hans Jóns Gnarrs aftan á fréttablaðinu í dag, segir allt sem segja þarf. Hættið þessu rugli, elskið náungann og njótið lífsins!! Ég meina, it's that simple!!
Jeij, svo er ég kannski að fara að dansa e-ð um helgina, can't wait to start!!
Var að lesa leiðinlegt blogg, vá hvað sumir geta verið með leiðinlegt blogg!! Ætla ekki að nefna nein nöfn og for sure að enginn sem ég þekki þekkir þennan leiðinlega bloggara, meira svona know a guy who knows a guy sem talar ekki um annað en íþróttir á blogginu sínu!! Díses!! Ok, kannski er ég svolítið leiðinleg þar sem ég er kannski mjög svo leiðinlegur bloggari, hver veit. En mér leiðist íþróttablogg og hananú!! Er hætt að lesa svona leiðinleg blogg, fæ bara ekkert útúr því, ég meina picture me reading íþróttasíðu moggans!! Nei, takk! Og Hilmar minn ef þú einhvern tíma lest bloggið mitt þá er ég ekki að meina þig eða skjóta á þig af því þú ert vinur minn, já sko vinur minn!!
Vá þvílíkt er ég leiðinleg!

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Aaahhh.., þetta var góður göngutúr...., fremur kalt en hressandi.
Úti er kalt, enn er vetur. Skólinn byrjaður, gaman er það.
Hef nú lítið að segja, enda ekki margir sem lesa þetta ef marka á kommentin við síðasta póst. Kannski ég ætti að segja eitthvað hneykslanlegt eða furðulega hluti um mig sem enginn veit, who knows? Þá kannski les einhver mitt blessaða blogg. En er einhver að lesa? Gleymi alltaf að setja inn teljarann, þarf að tala við tölvunörd fljótlega og láta kippa þessu í lag.
En svona lærilega séð er veturinn spennandi, mun vera grúskandi í gömlum handritum, gömlum tungumálum eins og frummálinu og svo svissva í framtíðar-tíðarbeygingu í nútímamáli, hljómar vel ekki satt?
En jæja, er farin að sofa, þreyttur er gamall líkaminn, lúinn og ljótur.

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Komið nýtt ár; nýtt ár, nýtt upphaf?
Svolítið langt síðan ég hef bloggað, ástæðan einfaldlega sú að hátíðirnar hafa dregið allt hugmyndaflug úr mér og því hefur ekkert skotist í kollinn til að setja á þessa líka ágætu bloggsíðu mína. Hátíðirnar voru fínar þó svo að ég sé ekki mikið fyrir þær, en voru rólegar og góðar svona í lokin. Móðir mín hneysklaðist á mér að jólaskrautið væri komið niður hjá mér þegar hún kom heim í dag, henni til mikillar ama þar sem jólabarn mikið er.
En nýtt ár er gengið í garð og finn ég á mér að það muni verða gott, ég lít allavega björtum augum fram á veginn og vona allt hið besta. Svo er nú ekki amaleg árspáin fyrir hrútinn, spennandi tímar framundan og ástarævintýri í byrjun sumars! En alltaf á maður þó að hafa varan á, ekki trúa öllu sem sagt er.