Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

mánudagur, júlí 25, 2005

Ég held að söguþráður Lovestar sé farinn að verða að veruleika. Undanfarið hef ég séð fólk vera tala við sjálft sig og hlæja eitt á gangi um götur borgarinnar og ég ekki áttað mig á því fyrr en það snýr sér við að það er með handfrjálsan búnað og er að tala í símann. Kemur mér alltaf á óvart.
Um daginn sá ég í Jón Gnarr í bílnum sínum þar sem ég hélt að hann væri kannski að syngja og væri léttilega gaman hjá honum í bílnum, eða bara talandi við sjálfan sig. Maður veit aldrei með þetta celeb fólk og hvað þá Jón Gnarr. Svo þegar hann keyrði framhjá mér sá ég hann halda á símanum og hefur hann örugglega verið með handfrjálsan búnað.
Annan dag sá ég Sigurjón kvíkmyndamann hinum megin við götuna, hann snéri sér eitthvað í hringi og brosti útí himingeiminn. Hann var að tala í símann. Tveim mínútum síðar kemur gljáandi svartur audi, skoðaður 08 og Siggi stekkur uppí með fína handfrjálsa búnaðinn sinn og eflaust fínni síma.
Af og til sé ég fólk á gangi, keyrandi eða hjólandi með eitthvurt tryllitæki í eyranu sem á þá að vera handfrjálsbúnaður fyrir símann sinn. Sölumenn sem ganga um göturnar og þylja upp tölur eins og þeir væru nýsloppnir af Kleppi eða hafa fengið dagsleyfi. Fínustu gaurar í fínustu jakkafötunum á fínustu nýbónuðu bílunum með fínustu tryllitólin í eyranu. Og ef fólk er ekki tengt í símann sinn er það mp3 spilarinn, geislaspilarinn og örfáir sem notast enn við vazadískó.
En vonum nú að þetta verði ekki eins öfgafullt og í Lovestar, við getum nú enn valið okkur maka og tekið "vitlausar" ákvarðanir í lífinu sem eru allt í lagi. Þó svo að við séum flest öll upptekin af efnishyggju, tækjahyggju og tískuhyggju þá ættum við alveg að geta notið lífsins á annan hátt. Við eigum að njóta þess sem við höfum og eigum hér á landi, eða eins og Nóbel-skáldið sagði þetta snýst allt um kaffið og kvæðið.

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Ég er raddlaus, bókstaflega raddlaus.
Reyndi að afgreiða einhverja útlendinga í dag, en það gekk nú fremur illa þar sem þeir horfðu á mig skrýtnum augum og skyldu ekkert í þessari fölsku snót sem var að reyna að útskýra fyrir þeim hvar sýningar hússins væru, hvernig íslenskir stafir væru, að það mætti ekki fara inn með stórar töskur og hvaða kona það væri sem prýddi fimmþúsundkróna seðilinn okkar. Því húkti ég bara í horninu að lesa Sölku eða skrapp útí sólina og reyndi að heilsa gestunum sem gengu inn en án árangurs því ekkert kom.
Sveiattan, mér þykir fúlt að vera raddlaus, verst þykir mér þó að geta ekki sungið í bílnum á leiðinni í og úr vinnu.

mánudagur, júlí 18, 2005

Úr Sölku Völku, handritum og þjóðmenningu var ferðinni haldið á tónleika, hlýða á það sem hundurinn hafði að segja. Þegar við vinkonur gengum inní Höllina(þessa í Voginum) voru Hjálmar að spila, með eindæmum góð hljómsveit. Við tók ekki svo eindæmis-band, hæsta hendin (og nafnið er óþolandi!!), en hún var hreint út sagt léleg. Fólk beið spennt eftir hunda-Manninum, fyrst kom einhver endemis mynd sem ég tel bara vera egóflipp drengsins og svo kom sjálf horrenglan á svið með tvær fléttur, byssuhálsmen og hringi sem glitruðu alla leið til Kína.
Auðvitað stóð ég ekki kyrr, var umkringd gaurum á stærð 1,80-90 og þeir greyin þurftu að þola litlu mig hoppandi og skoppandi eins og ég hefði aldrei fengið að hrista mig alminelega. Og sérstaklega drengurinn sem stóð við hlið mér, hann fékk ansi mörg óvart olnbogaskot og ekki æsti maðurinn sig. Ég fann reyndar lykt af ýmsum efnum sem Hundurinn er hrifinn af, veit ekki hvort gaurinn við hliðiná mér hafi fengið sér svoleiðis til að þola það að standa við hliðina á gemlingnum mér.
En góðir voru tónleikarnir og það tók mig svona klukkutíma að ná mér niður, kannski bara ágætt að þurfa að bíða í bílaröð og chilla aðeins, hlusta á Snooparann í kagganum.

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Er de her som vi kan se de danske sagas??
For helvet, nej kvinde de er islandske!!
Danir eru þjóð mikil og spekingsleg, en stundum ansi hrokafull og telur sig eiga heiðurinn af varðveislu Eddunnar og annarra fornra sagna. Töldu sig meðal annars hafa verið ansi "góða" að "geyma" þau fyrir okkur í öll þessi ár. Er það nú!!
Ég er sumsé umkringd ferðamenn þessa dagana, á ekki verri stað en Þjóðmenningarhúsinu þar sem handritin eru til sýnis. Ef ykkur leiðist þá er um að gera að koma og heimsækja mig og svo gæti bara farið að ég leyfi ykkur að sjá handritin okkar íslensku!!
Hún Lilja mín kom og heimsótti mig um daginn og við hoppuðum og skoppuðum inní fremur myrkvuðum sölum handritasýningarinnar þar sem við t.d. sáum elsta varðveitta handrit Grágásar, Egils-sögu og annarra Íslendingasagna. Það hefði mátt líkja okkur við börn í nammilandi, svo gaman var hjá okkur.
Annars er fólk gott og kurteist, almennt ánægt með Frón og landan. Landinn mætti alveg koma og sjá gersemar sínar meir, já sei sei, þei þei ókeykey.

mánudagur, júlí 04, 2005

...ólíkar, mjög ólíkar
en er það ekki oftast málið, það sem heillar mann við aðra er það sem er ólíkt hjá manni sjálfum? Vinir manns fylla upp það sem maður hefur ekki sjálf
Keypti mér bleika skó um daginn, er mjög stolt af þeim....bleikir með fiðrildi og blómum, gerist það nokkuð betra?
Er á leiðinni til Barcelona um miðjan ágúst, Svanhvíta espanoles ætlar að þjálfa mig í spænsku bæði tungumáli og menningu.....hlakka til!!!
Snoop eftir hálfan mánuð, drop it baby..
Æ, þetta er hálf sundurslitið, á kannski vel við...lýsir bara vel ástandinu á mér þessa dagana...sundurslitin....