Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

föstudagur, júlí 25, 2008


Ég á lítinn, skrýtinn snáða
Hann er orðinn 5 mán-Áða

þriðjudagur, júlí 15, 2008


Han er så söd!
Það kemur oft fyrir hér á götum Kaup-
mannahafnar að við mæðgin erum stöðvuð af fólki sem vill lýsa hrifningu sinni á fallega barninu sem hangir framan á múttunni. Það vill endilega tala við fallega snáðann og oftar en ekki spjallar hann til baka. Honum finnst nefnilega svo gaman að tala við fólk, hvort sem það er mamman, pabbinn eða hver sem er. Öll athygli er vel þeginn, enda fjörmikill drengur og algjör orkubolti.



Og það sem barnið stækkar!
Nú er Kári litli farinn að uppgötva alls kyns hluti, eða bara alla hluti. Og þá er um að gera að
koma við þá, taka í þá og athuga hvernig þeir eru á bragðið. En litlar hendur og litlir puttar ráða ekki alltaf við allt, þó svo að þeim fara sífellt fram með hverjum degi.
Ekki er gaman að liggja á bakinu, það er bara fyrir lítil börn! Stundum er þó gaman að velta sér fram og tilbaka, í rúminu og á dýnunni frammí stofu.
Já, það er sko gaman að vera til!



En litlu fjölskyldunni líður bara vel hér í kóngsins Köbenhavn og hefur tíminn verið fremur afslappandi.
Þar sem múttan og pabbinn eru að vinna við hágöfug rannsóknar-
störf, pabbinn þó meira, og eru sífellt með bók við hönd (sem er kannski ekkert skrýtið og fremur algengt, ekki bara hér í Copenhagen) kemur það kannski ekki á óvart að litli kútur vildi glugga í eina bók. Og ekki byrjar það á verri endanum, hávísindaleg fræðibók um bókmenntir.
Spurning um að mamman lesi fyrir hann Iversen þegar heim er komið. Aðeins nördar skilja þetta.

Og nú er amman farin! Hún kvaddi okkur á föstudaginn, en staldraði stutt við á klakanum og fór í morgun til Texas. Já konan er sífellt á farandsfæti.
En okkur fjölskyldunni fannst ánægjulegt að hafa ömmuna hér, enda góð í því hlutverki.
Á morgnanna fór hún með Kára litla í göngutúr á meðan múttan hvíldi sig. Svo á daginn örkuðum við um stræti borgarinnar og ósjaldan var stoppað á kaffihús og fengið sér hressingu.
Svo nú ætti Kári litli kútur að vera orðinn þrælvanur kaffihúsum, já og verslunarferðum.


Helgin var ljúf og góð. Gott var veðrið og fjölskyldan kampakát.
Á sunnu-
deginum fórum við í dýragarð og skemmtu foreldrarnir sér konunglega. Litli kútur lét sér fátt um finnast um ljónin, tígrisdýrin, hestana, fílana, apana og ég veit ekki hvað. Enda er nóg annað að uppgötva í þessum heimi fyrir svo lítinn strák og var hann mest upptekinn af myndavélinni sem múttan hélt á og tók endalaust myndir af dýrunum. Þá getur hún bara sýnt honum þær þegar eldri er orðinn.
En dagurinn var í senn æðislegur í alla staði.


Æ, svo margar myndir. Svo margt hægt að segja. Svo lítill tími!!
Mömmunni finnst svo gaman að taka myndir af litla manninum sínum sofandi, enda ásýnd hans svo falleg og hrein þegar hann lýkur aftur augunum sínum og flyst inní annan heim. Í dag meir að segja hló hann uppúr svefni og er það ekki í fyrsta sinn. Það hefur hann frá föður sínum, enda múttan oft vaknað upp við hlátur á nóttinni frá rekkjunautnum.
En apinn sem hvílir við hlið engilsins vann pabbinn fyrir kútinn í Tívolíinu og er hann afar vinsæll.

En nóg í bili. Heyrumst snart!

sunnudagur, júlí 06, 2008


Det er så dejligt i Danmark!!
Nú er litla fjölskyldan búin að vera í viku og gott betur í Köben og líður okkur öllum mjög vel.
Kári Steinarr nýtur þess að hanga framan á foreldrum sínum og skoða sig um, bæði mannlífið og umhverfi.
Fyrsta daginn gengum við Istedgade, sem er nú þekkt fyrir annað en að vera sómsamleg gata og heyrðist ekki múk í litla drengnum enda var hann mikið að skoða sig um. Hér sjást þeir feðgar spóka sig um. Smá rigning kom og Kári Steinarr fékk þennan fína klút hjá Sigrúnu vinkonu sinni svo hann myndi ekki blotna mikið.

Fyrstu dagana fengum við að gista hjá Elísabetu frænku Svavars og fór vel um okkur þar. Þar fór Kári Steinarr í fyrstu sturtuna sína með pabba sínum og þótti bara gaman. Svolítið hissa fyrst, en ánægður með danska vatnið held ég. Allavega til að sprella í, ekki til drykkjar.
Pabbinn hóf svo störf sín við rannsóknir í byrjun vikunnar og mamman og Kári spókuðu sig um í búðum og um hverfið.
Hér sést litli kútur vinka til mömmu sinnar úr rúminu hennar Elísabetar.

Í upphaf vikunnar kom svo þetta fína veður og Kári Steinarr var náttúrulega aðaltöffari hópsins, enda með allt á hreinu. Foreldrarnir búnir að kaupa sólhatt fyrir drenginn í H&M, hann fékk sólgleraugu lánuð hjá stóru frænku og svo keypti mamman handa honum froska-band svo snuðið héldist frá jörðinni þar sem nýjasta sportið er að henda duddunni útúr sér.
Já, hann veit hvað hann er mikill töffari drengurinn, með þennan flotta svip hér til vinstri...nei ég meina hægri...æ ég meinti vinstri!! a****n!









Svo kom amma Ella til okkar á miðviku-
daginn og er hún og Kári búin að vera mikið saman á meðan mamman og pabbinn fara að vinna, í partý og ná sér í smá lúr.
Amman og barnabarnið eru búin að spóka sig um nágrennið við íbúðina sem við nú erum komin í og verðum í út júlímánuð og er litli maðurinn hæstaánægður með það fyrirkomulag enda ánægður að hafa ömmu sína hjá sér.







Lítill engill sem sefur svo vært,
og svífur inní draumaheiminn.
Fallegastur er hann,
ójá.


Hilsen!