Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

miðvikudagur, desember 22, 2004

Lífið er einn stór garður og við erum mismunandi blóm í honum. Ég kýs að líkja mér við rós, rauð og fögur en hörð og ef þú kemur nálægt munt þú stinga þig á þyrnum mínum. En ég reyni þó að halda þyrnunum í skefjum og láta þær ekki ná til þín. Ég er umkringd alls konar flóru af mismunandi tegundum blóma, sum eru blá á litinn sum eru gul. En flóra lífsins er yndisleg, líkt og blómahaf af alls konar litum sem lýsa upp daginn og gefa lífinu lit.
Og það er ekkert jafn skemmtilegra en að bæta í safn blómana í kringum sig, nýr litur og nýjir eiginleikar sem færa rósinni nýja sýn.
Gleðileg jól elskurnar mínar og njótið nýja ársins sem óðum styttist í..

fimmtudagur, desember 16, 2004

Finnst engum Survivor orðinn fremur leiðindarendalaustþaðsama raunveruleikaþáttur? Og hvað er svona raunverulegt við þennan þátt, fjöldi fólks að búa einhvers staðar in the middle of nowhere að rífast um hver eigi að komast áfram og hver ekki, svo uppi standi einn maður vinningshafi að einni milljón? Hvað eru þeir orðnir margir þessir þættir og alltaf gengur þetta út á það sama, sömu rifrildin, bara annað fólk á mismunandi stöðum. Á ekki bara að fara að hætta þessu rugli, ég meina er einhver sem horfir á þetta enn? Kannski hún Bára vinkona mín, en segjum að hún ein horfi á þetta hér á Íslandi, þá, huhummmm, ein milljón í USA samkvæmt mínum útreikningum(sem eru ekki góðir), ok kannski er fullt af fólki að horfa á þetta, ég er bara orðin svooooo leið á þessu blessaða 'raunveruleikasjónvarpi' sem er síðan ekkert líkt raunveruleikanum, þetta eru bara leikir sem draga inn mannlega þætti eins og samskipti, græðgi og keppnisskap.
En sápur, já sápuóperur eru æði!! Það mætti gera meira af þeim. Mútta ákvað í jólafríinu að kaupa stöð 2 aftur, mér til lukku og ekki lukku því nú hangi ég yfir telí-inu og horfi á allar sápur sem hægt er. Ég er komin í sápuhimnaríki, missi ekki af hádegissápunni, svo er það miðdagssápan og svo allar sápurnar sem sýndar eru á kvöldin á öllum stöðum. Og það er sko raunveruleiki, bara eftirlíking. Ég meina hver kannast ekki við ástarsorg, peningavandamál og foreldraerfiðleika? Sápur eru bara svona aðeins ýktari en veruleikinn og fólkið yfirleitt mjög fallegt, flott og ríkt!
En ég fíla sápur betur en raunveruleikasjónvarp, miklu flottari raunveruleiki þar.
Og já, búin að bæta í blogg-gengið mitt, hún Sigga mín er farin að blogga, loksins! Henni hefur verið bætt á tenglalista minn, so check it out!

þriðjudagur, desember 14, 2004

Það reynist mér erfitt að blogga núna, hef skrifað svona þrjá mismunandi pistla sem eru með hverjum leiðinlegri og voðalega yfirborðslegir. Svo veit ég bara ekkert hvað ég vil segja því ég lifi alveg óskaplega fábreyttnu lífi.
Nei reyndar ekki, nú mótmæli ég!! Fór í dag í hádegisverð hjá forsetanum sem bað mig um segja þjóðinni að æfa sig í bogfimi. Fór síðan til Báru fínu og hún sagði mér að Íslendingar ættu að ganga meira í bleiku, hitti þar Pál Óskar og kyssti hann og knúsaði og við ræddum um hannyrðir, hann er sko að spá í að fara að prjóna...
En þetta er svona bull af bestu gerð, en þetta með bleika dótið er alveg tímabært.
Annars er maður bara búin að vera spriklast fyrir framan tuttugu sæta stráka undanfarin kvöld, ekki leiðinlegt það. Þeir eru allir orðnir vöðvastæltir og brúnir og lifa á hrískökum og fæðubótadrykkjum, greyin mega ekkert fitandi borða svo þeir líta nú vel út á úrslitadaginn sjálfan. Auðvitað er hér um að ræða Herra Ísland og verð ég ásamt fríðum flokki kvenna fremstar í flokki í skemmtiatriði kvöldsins.
Kaupið ykkur bleikt, ekki gefa mér jólagjöf og fuck friðinn, það mun aldrei gerast!!

sunnudagur, desember 12, 2004

Ooohhhh, nú vildi ég að ég ætti kærasta sem myndi dekra við mig og þjóna mér.
En ég var samt mjög fegin þegar ég kom heim í gær að enginn deildi með mér rúmi þegar ég flatmagaði yfir allt rúmið, gjörsamlega úrvinda af þreytu.
Svo vildi ég að ég ætti mína eigin íbúð, en vil samt ekki vera ein...
Getur maður ekki ákveðið sig? Einn daginn er ég ánægð, hinn ekki. Það er erfitt að vera algjörlega ánægður með það sem maður hefur, stundum er ég þrusu ánægð með hvernig lífið er, stundum vil ég meira.
En þreytan, já þreytt var ég í gær og er eiginlega enn. Undanfarnir dagar hafa verið annasamir og svefn hefur ekki verið á forgangslista, heldur próflestur og jólasýning.
En lærdómurinn kallar hástöfum, spurning hvort maður hlusti á það.

fimmtudagur, desember 09, 2004

Mitt uppáhaldssjónvarpsefni þessa dagana er dressmanauglýsingarnar, fyrirsæturnar í þeim eru skuggalega sætir. Hvað ég vildi að ég myndi mæta einum þeirra á Laugaveginum, þá myndi ég kalla á eftir honum "hey sæti, ertu til í kaffi og smákökur heima hjá mér, samræður um orðræðu og myndhvörf?" Og hann myndi brosa töffarabrosi sínu, blikka til mín gangandi í burtu. Ég lifi í draumi!
Sætir strákar já, hvar finnur maður svoleiðis? Hef leitað víða og hvergi fundið, er að hugsa með mér að sleppa því bara og láta sæta stráka finna mig uppi!!
En hver þarf svo sem sæta stráka þegar maður hefur nýju fötin mín! Fór í dag ásamt fríðu föruneyti og verslaði mér þrjú stykki fatarkyns, mjög stolt af mér. Svo skunduðum við og litla maníuvinkona mín okkur á nýja kaffihúsið, sötruðum kaffi og fengum okkur súkkulaðiköku. Hvað það er yndislegt að vera í prófum!

þriðjudagur, desember 07, 2004

Ef það er eitthvað í lífinu skemmtilegt þá er það gardínuhausar og efni!!
Nei þetta er nú algjör steypa, eitthvað sem ég er orðin ansi góð í undanfarið að steypa. Ég steypi veggi og grindverk, skó og ljós. Nei hætti nú alveg, gjörsamlega gengin af göflunum!!
Nú er próftíð og heilinn á mér í rugli, útlit mitt líkist afturgöngu úr Dawn of the Dead og herbergið mitt er uppfullt af ryk og rykmaurum sem safnast saman hverja mínútuna. Og svo finnst fólki að maður ætti að vera komin í jólaskap!!?? Áttu annan betri. En nú verður tekið á því, herbergið þrifið almennilega, ljósakort keypt og eitthvað verð ég að fara gera við ógeðið á höfðinum á mér sem kallast hár. Og já, LÆRA!!!!!!
En jólaskap, getið þið gleymt, því ólíkt held ég öllum í heimnum, meir að segja þeim sem ekki vita hvað jól eru, þá er ég svo óstjórnlega lítið fyrir jól að ekki finnst taug í mínum líkama sem kippist við af gleði er hún heyrir jól. Jóla, jóla, jóla!! Nei, takk!! Ekki það að ég taki þátt í öllu þessu standi, en með árunum hefur það bara veitt mér minni og minni ánægju og sérstaklega þegar maður hefur engan tíma til að gera allt sem maður þarf að gera. Ég er nefninlega í prófum og þarf að hugsa um muninn á tákni og symbóli, skrifa ritgerð um þróun skriftar og stafrófs og læra alla þá orðræðu sem á sér stað í bókmenntagreiningakenningum síðustu aldar!!
Orðræða er et smukt ord, men jul er et gammelt ord ur hedensk, tak for kaffet!

laugardagur, desember 04, 2004

Hafiði tekið eftir því að hér á landi vantar almennilega ritfangabúð, ekki bókabúð heldur búð sem selur aðallega ritföng. Ég fór í leiðangur fyrir stuttu, leitandi að dagbók sem hentaði mínum þörfum. Nei, fann hvergi. Ekkert úrval í þessum blessuðu bókabúðum okkar. Ef ég væri stödd í Frakklandi ætti ég sko ekki í erfiðleikum með að velja úr bæði búðum og úrvali af allskonar bókabókum með allskonar pappír í. Fyrir svona skrautmanneskju eins og mig er stundum alveg ómögulegt að búa á þessari litlu eyju sem hefur kannski 10 mismunandi kápuúrval á dagbókum að velja úr í þeim fáu búðum sem þær þá fást. Til eru heilu búðirnar sem selja bara stílabækur, penna, kort og skraut fyrir pakka í útlöndunum. Fann eina æðislega búð í London sem var bara með kortum, smotterís gjafavöru reyndar líka. Mér til mikillar lukku fann ég mína næstu dagbók, hana fann ég í Jóni Indíafara, búð í Kringlunni. Hún er gerður úr endurunnum pappír og kápan er prýdd þurkkuðum opnum baunalaufblöðum. Hún er stórkostleg, akkúrat sem mig vantaði. Það er þó hægt að bjarga sér í þessum harða heimi Íslands.
Og hafiði tekið eftir því hvað skóbúðum hefur fjölgað hér í bæ? Það er eins og Íslendingar séu allir farnir að taka upp sið vinkonu minnar, að eiga par við hvert dress. Er svo mikil þörf á öllum þessum dýru flottu skóbúðum þegar við höfum svo lítið úrval af dagbókum? Eru kannski bara allir hættir að skrifa dagbækur og farnir að ganga meira í alls konar skóm? Hvenær hættu sauðskinskórnir að duga þjóð vorrar?
Nú ég bara spyr!!

miðvikudagur, desember 01, 2004

Ha!!?? Er komin þriðjudagur.., eða réttar sagt miðvikudagur? Og vika síðan ég bloggaði síðast?
Æ, skólinn hefur yfirtekið líf mitt, ég hef enga stjórn á því lengur. Kennararnir mínir hafa þá þörf að leggja á mig verkefni sem eru tímafrek og stressandi. Ekkert að því svosem, ég er nú víst í háskóla.
Skondnir þessir kennarar. Í grunnskóla kenna þeir manni að haga sér almennilega, hvernig á að standa kyrr bak við stólinn, læri að standa í beinni röð og haldi fallegri vinnubók í líffræði. Í framhaldskóla er mikilvægast að mæta og láta sjá sig í tíma þó svo maður sofi. Einn góðkunningi minn féll stundum í leikfimi, ekki það að hann náði ekki yfir hestinn eða gat ómögulega sparkað í tuðruboltann heldur vegna mætingu. Hann fussaði og sveiaði yfir því og ég með honum, tímasóun þessi leikfimi. Í dag er hann stúdent og spáserar um háskólasvæðið,lærir bókmenntafræði, veit nú þó ekki um fimi hans í leik. Í háskóla er svo lagt áherslu á að maður læri, loksins!! Kennarar eru ekki til að kenna, þeir eru til staðar til að leiðbeina.
Þar sem ég var stödd í lestinni milli Linköping og Varnås, var hnykkað í mig og sagt "men utrolig har du en stor stjärt!!(rass á sænsku)Ég lít við stórundrandi og segi "snakker du ved mig?" og manneskjan segir við mig, "aha"(með hinu fagra sænska hljómfalli) og lítur enn á minn svo ekki stóra afturenda. Ég lít niður á bakhluta minn og velti þessum orðum fyrir mér...., vakna síðan með sængina hálfkomna útá gólf, aumt enni þar sem hönd mín klóraði það í nóttinni og síminn hringir..., það er mútta að hringja.
Ekki kann ég stakt orð í sænsku og er þessi lygasaga uppfull af dönsku tel ég.
Ha'det bra!!