Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

þriðjudagur, desember 23, 2008

Gleðileg jól! 

laugardagur, október 25, 2008


Vetur konungur genginn í garð. 
Lítill trítill orðinn 8 mánaða, skríður um með rassinn útí loftið með tvær tönnslur og babalar mamma. 

mánudagur, október 13, 2008

Ástarjátning á götum Reykjavíkurborgar rétt við Árnagarð, Háskóla Íslands. 
Maðurinn kallar á eftir sinni heittelskuðu: "ég elska þig"! 
Unga konan með barnavagninn svarar: "HA??" 
Maðurinn kallar aftur: "ég elska þig"! 
Enn svarar konan og gengur tilbaka í áttina að honum: "HA"?
Maðurinn hrópar nú hástöfum sem þau nálgast hvert annað: "Ég sagði ég elska þig!! Heyrirðu ekki neitt"??
"Ha..., jú...elska þig líka!". 
Þau ganga svo frá hvort öðru, hann fer á þriðju hæð en hún á fyrstu hæð. Hann les bókmenntir, hún les málfræði. Barnið sefur úti í vagninum. miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Nú hafa fjórir geitungar heimsótt okkur fjölskylduna síðastliðna þrjá daga, þar af komu tveir inn sama daginn. Sá fyrsti var drepinn á eldhúsgólfinu af mér, annar í röðinni var veiddur af húsbóndanum í svefnherbergisglugganum og svo hinir veiddir af húsmóðurinni í stofuglugganum.
Mér leiðast þessar heimsóknir, þó svo að þetta séu einu gestirnir undanfarna daga. Það kannski truflar mig ekki, en þegar lítill snáði er í kring er mér ekki sama. Móðureðlið. Konan.
Annars er annað skordýr hér nálægt heimkynnum okkar, nánar tiltekið á svölunum og hefur hreiðrað um sig mér til skemmtunar og fróðleiks. Held samt að hún sé dauð eða farin, hef eigi séð hana undanfarna daga. Kannski að geitungarnir hafi étið hana. Sveiattan.
Svo á að fara að rigna á morgun. Sól, sól og sumarylur. Það er nú ekki svo hlýtt reyndar.
Nú er ég farin að rambla, kallinn kallar. Gott er að fara að sofa. Út.

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Heim! Komin heim! Heim í heiðardalinn!
Lítill, lítill trítill orðinn trítilóður.
Farinn að velta sér fram og tilbaka
bablar, öskrar og hjalar.
Og er náttlega sætastur allra.

Skelli hér inn einni af okkur Svabba pabba, við erum jú svoldið sæt líka.
Annars ætla ég að hætta þessu myndastandi af syninum hér á síðunni.
Það var nú bara svona til gamans fyrir fólkið heima á meðan Danmerkurferð stóð yfir.
En nú erum við heim komin og þá gildir sama regla og síðast,
come and visit!


föstudagur, júlí 25, 2008


Ég á lítinn, skrýtinn snáða
Hann er orðinn 5 mán-Áða

þriðjudagur, júlí 15, 2008


Han er så söd!
Það kemur oft fyrir hér á götum Kaup-
mannahafnar að við mæðgin erum stöðvuð af fólki sem vill lýsa hrifningu sinni á fallega barninu sem hangir framan á múttunni. Það vill endilega tala við fallega snáðann og oftar en ekki spjallar hann til baka. Honum finnst nefnilega svo gaman að tala við fólk, hvort sem það er mamman, pabbinn eða hver sem er. Öll athygli er vel þeginn, enda fjörmikill drengur og algjör orkubolti.Og það sem barnið stækkar!
Nú er Kári litli farinn að uppgötva alls kyns hluti, eða bara alla hluti. Og þá er um að gera að
koma við þá, taka í þá og athuga hvernig þeir eru á bragðið. En litlar hendur og litlir puttar ráða ekki alltaf við allt, þó svo að þeim fara sífellt fram með hverjum degi.
Ekki er gaman að liggja á bakinu, það er bara fyrir lítil börn! Stundum er þó gaman að velta sér fram og tilbaka, í rúminu og á dýnunni frammí stofu.
Já, það er sko gaman að vera til!En litlu fjölskyldunni líður bara vel hér í kóngsins Köbenhavn og hefur tíminn verið fremur afslappandi.
Þar sem múttan og pabbinn eru að vinna við hágöfug rannsóknar-
störf, pabbinn þó meira, og eru sífellt með bók við hönd (sem er kannski ekkert skrýtið og fremur algengt, ekki bara hér í Copenhagen) kemur það kannski ekki á óvart að litli kútur vildi glugga í eina bók. Og ekki byrjar það á verri endanum, hávísindaleg fræðibók um bókmenntir.
Spurning um að mamman lesi fyrir hann Iversen þegar heim er komið. Aðeins nördar skilja þetta.

Og nú er amman farin! Hún kvaddi okkur á föstudaginn, en staldraði stutt við á klakanum og fór í morgun til Texas. Já konan er sífellt á farandsfæti.
En okkur fjölskyldunni fannst ánægjulegt að hafa ömmuna hér, enda góð í því hlutverki.
Á morgnanna fór hún með Kára litla í göngutúr á meðan múttan hvíldi sig. Svo á daginn örkuðum við um stræti borgarinnar og ósjaldan var stoppað á kaffihús og fengið sér hressingu.
Svo nú ætti Kári litli kútur að vera orðinn þrælvanur kaffihúsum, já og verslunarferðum.


Helgin var ljúf og góð. Gott var veðrið og fjölskyldan kampakát.
Á sunnu-
deginum fórum við í dýragarð og skemmtu foreldrarnir sér konunglega. Litli kútur lét sér fátt um finnast um ljónin, tígrisdýrin, hestana, fílana, apana og ég veit ekki hvað. Enda er nóg annað að uppgötva í þessum heimi fyrir svo lítinn strák og var hann mest upptekinn af myndavélinni sem múttan hélt á og tók endalaust myndir af dýrunum. Þá getur hún bara sýnt honum þær þegar eldri er orðinn.
En dagurinn var í senn æðislegur í alla staði.


Æ, svo margar myndir. Svo margt hægt að segja. Svo lítill tími!!
Mömmunni finnst svo gaman að taka myndir af litla manninum sínum sofandi, enda ásýnd hans svo falleg og hrein þegar hann lýkur aftur augunum sínum og flyst inní annan heim. Í dag meir að segja hló hann uppúr svefni og er það ekki í fyrsta sinn. Það hefur hann frá föður sínum, enda múttan oft vaknað upp við hlátur á nóttinni frá rekkjunautnum.
En apinn sem hvílir við hlið engilsins vann pabbinn fyrir kútinn í Tívolíinu og er hann afar vinsæll.

En nóg í bili. Heyrumst snart!