Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

fimmtudagur, janúar 29, 2004

"Er þér kalt?", spurði lítill vinur. "Já", svaraði ég. "Ertu þreyttur?", spurði ég. "Já", svaraði litli vinurinn. Og svo hoppuðum við út í heita pottinn.
Það er mínus 11° úti, og hárið á mér stendur út í loft það er svo rafmagnað!! Ég hata kulda!! Og hárið mitt þar sem það gerir ekki annað en að pirra mig. Þetta er samsæri hársins gegn mér.
Hárfundur: "Gerum Sigurrós pirraða í dag og verum geðveikt dauð og leiðinleg"
Og þannig var það ákveðið samhljóða hjá hárinu mínu að vera svona leiðinlegt. En ég læt sko ekkert hár angra mig því ég er svo glöð ung stelpa og lít á hlutina með jákvæðu sjónarhorni!! Hugsiði ykkur sumt fólk er ekki með hár, bara not at all!! Það er scary.

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Eftir skemmtilega kaffihúsaferð, þar sem auðvitað var drukkið kaffi, ætti maður að setjast niður og klára heimaverkefnið sitt. En nei, fröken Sigurrós fer að blogga!! Enda er ég ekki að fara að sofa eftir að hafa fengið mér kaffi þannig að nægur er tíminn.
Það er alltaf gaman að fara á kaffihús og sérstaklega með Signýju vinkonu, eðalkaffihúsakona. Og Sigrún mín litla kom líka með, maður verður nú að fara að gera hana að meiri kaffihúsakonu!!
Og heitar umræður yfir kaffibollanum voru um karla, börn og svo námið. Og ýmislegt fræddist maður um meðgöngu, það er hægt að fá sykursýki þegar maður er óléttur!! Hver vissi það nú, allt er til sko.
En meðganga heillaði mig ekkert voða mikið, alltof mikið vesen og eitthvað. Enda er ég nú ekki á leiðinni að fara að eignast börn!! En mig hlakkar mikið til ,þegar Signý fæðir að geta passað það og dekrað svolítið við barnið og svo auðvitað að versla á það föt!! En svo er voða gott að geta skilað því til baka.
Og svo er Helga frænka mín að verða mamma!! Mér finnst það alveg ótrúlegt, en ætli ég verði ekki bara síðust að eignast barn. Enda hef ég nóg annað að gera og hugsa um, t.d. mig og aftur mig og já mig!!
Og það er bara gaman að vera frænka, maður getur gert allt það skemmtilega með frænku eða frænda sínum.



þriðjudagur, janúar 27, 2004

Því eitt sinn verða allir menn að deyja......
Á tvítugsaldri og í blóma lífsins missti vinkona mín föður sinn nýlega. Aldrei bjóst ég við að sjá vinkonu mína missa föður sinn svona unga. En maður spyr víst ekki að því, fólk kemur og fer.
Útför hans fór fram í gær og var bæði falleg og hugljúf, en erfið og sorgleg. Faðir hennar var aðeins 49 ára gamall og var bráðkvaddur nú nýlega. Hann var fullur af lífi og fjölskylda hans var mjög samrýmd. Ef maður kynntist einu af þeim, kynntist maður þeim öllum.
Ég get ekki ímyndað mér hvernig henni líður núna, að setja sig í hennar spor er óhugsandi fyrir mig. Að missa foreldra sína er ábyggilega eitthvað það erfiðasta og sárasta sem maður þarf að ganga í gegnum í lífinu. Og þakka ég guði fyrir það á hverjum degi að eiga bæði foreldra mína að. Þó svo að þeir fari í taugarnar á manni og eru erfiðir, þá eru þeir alltaf til staðar ef eitthvað bjátar á.

mánudagur, janúar 26, 2004

Og sjónvarpið hefur náð völdum!!
Ég var rétt í þessu að horfa á Legally Blonde 2 og þemað í myndinni náði alveg til mín. Ég var búin að finna bleika kjólinn minn og fjólubláu skóna mína, krullujárnið og blómatöskuna mína, tilbúin til að segja heiminum að elska hvert annað og lifa lífinu bleikt!! Aðalpersónan, Elle Woods, var mætt í Washington til að setja fram lagafrumvarp gegn prufun snyrtivara á dýr og auðvitað vann hún!! Með því að ná til innri mannsins í mannfólkinu með sínum einstökum sjarma náði hún sínu fram. Hún vann á hefðum og venjum svartklæddu og hrokafullu þingmannanna með bleikum pennum og lyktandi blöðum, og þetta fannst mér alveg frábært!! Breytum heiminum með litum og verum við sjálf!!
En svo skipti ég yfir á næstu stöð og sá þar American Idol, sem er gjörsamlega að tröllríða heiminum í vinsældum og þá sá ég að sumu fólki er bara ekki bjargað. Kannski er bara gott að hafa þessa jakkaklæddu menn að hugsa um lagafrumvörp og ýmsar hefðir og venjur eru bara all good.
Bleikur litur rokkar og svartur reyndar líka þar sem hann gengur við allt. Kannski er bara gott að við séum ekki öll eins, að sumir ganga í bleiku og sumir í svörtu og þannig fáum við að vera við sjálf.
Og núna ganga fræga fólkið inn rauða dregilinn til að fá viðurkenningu fyrir vinnu sínu sem við almenningur fylgjumst spennt með, hvort sem við erum Elle Woods eða einhver vitleysingurinn sem heldur að hann geti sungið. Og vá hvað sumir leikararnir eru sætir, það sakar nú ekki.
Vive le television!!!

sunnudagur, janúar 25, 2004

Skúra, skrúbba, bóna......, já nú er ég búin að vera í dag að þrífa og þrífa. En ekki heima hjá mér, ó nei. Ég er búin að vera þrífa upp skít eftir framtíð Íslands, þar gæti leynst næsti forseti eða hver veit hvað. En þessi blessaða framtíð Íslands kann sko að skíta út!! Og það er fyrir mig, aumingjas stúdentinn sem þrælir sér áfram að þrífa eftir þau.
Fyrir ykkur sem ekki vita er ég að skúra í grunnskóla sem Reykjavík stendur fyrir og er hann staðsettur á Korpúlfsstöðum, einu stærsta kúabúi á Íslandi á sínum tíma. Í dag er í húsinu grunnskóli, golfklúbbur og einhverjir listamenn sem eru ansi duglegir að færa til háværa hluti. En húsnæðið er fagurt og gamalt og stundum sé ég til nokkura músa þarna heilsa upp á mig þegar ég ber út stóra svarta poka uppfulla af rusli.
Og svona fór hvíldardagurinn fyrir mér þar sem segja mætti að hvíldardagurinn var hjá mér í gær. Og aumingjas stúdentinn ætlaði að vera svo dugleg að læra um helgina, en viti menn sjónvarpið vann á og sigraði og þegar maður týnir sér í fróðleik sjónvarpsins er ekki aftur snúið!!

laugardagur, janúar 24, 2004

Jæja þá er maður fallinn í trendið, ég er farin að blogga!! Þetta er nú bara svona test, veit ekkert hvað ég er að gera og þarf að tala við hana Láru vinkonu mína, tvölvusnillann sjálfann, til að aðstoða mig við að gera þetta að flottu bloggi(útlitslega séð).