"Er þér kalt?", spurði lítill vinur. "Já", svaraði ég. "Ertu þreyttur?", spurði ég. "Já", svaraði litli vinurinn. Og svo hoppuðum við út í heita pottinn.
Það er mínus 11° úti, og hárið á mér stendur út í loft það er svo rafmagnað!! Ég hata kulda!! Og hárið mitt þar sem það gerir ekki annað en að pirra mig. Þetta er samsæri hársins gegn mér.
Hárfundur: "Gerum Sigurrós pirraða í dag og verum geðveikt dauð og leiðinleg"
Og þannig var það ákveðið samhljóða hjá hárinu mínu að vera svona leiðinlegt. En ég læt sko ekkert hár angra mig því ég er svo glöð ung stelpa og lít á hlutina með jákvæðu sjónarhorni!! Hugsiði ykkur sumt fólk er ekki með hár, bara not at all!! Það er scary.