Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

þriðjudagur, mars 30, 2004

O my, það á líklegast að selja draumahúsið mitt!!
Draumahúsið er staðsett á Fríkirkjuvegi, betur þekkt sem ÍTR-húsið og er í eigu borgarinnar sem er nú að spá að selja það.
Og tilvonandi kaupandi er Björgólfur Thor, er hann ekki á lausu!!??

sunnudagur, mars 28, 2004

Ég held ég hafi séð leiðinlegustu mynd sem gerð hefur verið í gær. Myndin heitir Punch-drunk love og leikur Adam Sandler í henni sem er alltaf skemmtilegur, en þessi mynd slær öll met um að vera tilgangslaus og leiðinleg kvikmynd. Við vinkonur vorum ekki ánægð með þetta þar sem kvöldið átti að vera náðugt fyrir framan sjónvarpið, en við sátum stórhneykslaðar yfir ömurlegri mynd sem fjallaði nákvæmlega ekki um neitt!!En Robin Williams og Al Pacino stóðu fyrir sínu í Insomnia sem var sýnd á stöð eitt þannig að sjónvarpsletikvöldið eyðilagðist ekki gjörsamlega.
En nú kallar lærdómurinn háum rómi á mig þar sem letin hefur náð yfirtökum undanfarið og lærdómnum sárvantar athygli.

laugardagur, mars 27, 2004

Það er ótrúlegt hvernig fólk getur upplifað mann á ólíkan hátt.
Í gær var síðasta vísindaferð íslenskunnar, og ótrúlegt en satt þá mætti mín ekki. Ástæðan var einfaldlega sú að ég var þreytt og nennti ekki þar sem ég ætlaði ekki að fá mér öl þetta kvöldið. En þar sem söknuðurinn jókst um kvöldið til allra íslenskunemana ákvað ég og Lára vinkona mína að kíkja á liðið á Jón forseta. Þar sem nokkrir, ef ekki allir höfðu fengið sér sykurlausan bjór í vísindaferðinni voru nokkur orðin hífuð. En nóg um það.
Umræðurnar snérust um margt þetta kvöldið og þar á meðal um skap okkar Sögu vinkonu minnar og var Jón Gestur þar fremstur í flokki segjandi að ég og Saga værum líkar í skapi, verðum aldrei reiðar!! Við Saga erum alls ekki líkar í skapi að mínu mati og get ég ekki ímyndað mér hana sýna reiði, enda játaði hún það að hún er ekki reið lengi. En hún lét í sér heyra í gær stelpan og var það allt í góðu lagi. Ég sjálf er nú ekki mikið að skeyta skapi mínu á almannafæri, enda hafði ég ekki öl um æðar mér og var ekkert að æsa mig yfir þessari skoðun hans, hélt bara ró minni eins og siðprúðuð ung stúlka og það kom mörgum á óvart hversu róleg ég væri svona á djamminu. Flestir eru vanir mér sem hressri og fyrirferðamikilli á djamminu, en rólegheitin lágu í loftinu í kringum mig, þó hress ég væri líka.
En þeir sem þekkja mig best vita það að reið get ég orðið og látið í mér heyra með hárri raust, en læt það ekki vera mitt meginskap enda er glaðlyndi gulls ígildi.

föstudagur, mars 26, 2004

Jæja, þá er komið að því. Maður er búin að velja fyrir næstu önn og þá er ekki aftur snúið. Ég verð með samtals 45 einingar á næsta ári sem er svona töluvert meira en hinn average nemandi á að vera með. En þar sem ég er svolítið léttgeggjuð og ætla mér að útskrifast á næstu vorönn verður þetta bara að vera svona. Ég ætla bara að hætta að vinna og vera bara niðrí bæ all day long næsta vetur.
En þessi vika er búin að vera helvíti að fá út rétta útkomu fyrir námskeiðaval fyrir næsta vetur, ég hef velt þessu fram og tilbaka og reiknað fram og tilbaka allar þær einingar sem ég á eftir og útkoman komst loksins á í gærkveldi.
Svo verður maður bara að sjá til hvort þetta gangi eða ekki, allavega verður reynt á þetta.
En best að fara að vinna.

mánudagur, mars 22, 2004

Jæja, þá er helgin búin. Þetta var hin fínasta helgi, allavega matarlega séð. Á föstudaginn var skellt sér á Pizza Hut þar sem stjórnmálaumræðurnar héldu áfram eftir mjög svo skemmtilega vísindaferð til Sjálfstæðisflokksins. Örugglega ólíkt flestum ef ekki öllum var ég nokkuð sammála mörgu sem sjálfstæðismenn sögðu, enda kemur maður úr svoddan sjálfstæðisfjölskyldu.
Nú svo á laugardaginn var farið í sumarbústað með vinunum og þar var sko stjanað við mann! Drengirnir sáu alfarið um þetta, innkaupin, eldamennskuna og uppvaskið. Strákar mínir þið stóðuð ykkur frábærlega og eigið hrós skilið. En þar fengum við grillað svínakjöt með öllu tilheyrandi og matarveislan hélt áfram langt fram á kvöld.
Svo þegar maður komst í menninguna bauð Lára vinkona mér í mat, tortillas með hvítvíni. Ég get alveg sagt ykkur það að þetta bara gerist ekki betra.
En ég sé fram á það að nú verður maður að fara hjólandi á hverjum degi að skúra ef maður ætlar að brenna þessu öllu, en ég þarf svo sem ekki á því að halda. Fínt að hafa smá utan á sér.
Og enn bætist við fólk sem er að blogga og hef ég bætt við stúdentum sem eru með mér í íslensku, þ.e. Jón Gesti, Gulla, Tótu og Maríu. Tjekkit!

laugardagur, mars 20, 2004

Þá er maður að fara að leggja í'ann í sumarbústað og eiga ánægjustund með vinunum, góður matur og alltaf gott að fara í heita pottinn.
Og veðrið leikur við okkur landsmenn, allavega hér á Suðurlandinu. Það er búið að vera yndislegt veður og í gær fór ég út að hjóla í líka þessu mikla roki. En það var samt svo æðislegt.
En eigið góða helgi!

fimmtudagur, mars 18, 2004

Ég veit ekki hvað á að segja, það virðist allt vera á móti mér þessa dagana.....
Skólagjöld, innritunargjald, bílavesen og ég veit ekki hvað og hvað. Hvar linnir þessu? Where does it stop!!??
Svo heldur lífið bara áfram án þess að nokkuð spennandi gerist hjá mér, það er bara lærdómur og vinna sem hefur forgang í mínu lífi þessa dagana. Þegar sólinni fer að halla, fer andinn oft með henni og það er víst staða mín í dag. Æ, það væri nú gott að geta hallað sér að hinu kyninu og fengið smá vorkunn eða huggun við þessum sálaröngum mínum. En ekki er margt að gera við því og þá verður maður bara að standa sig.
The world is going crazy!!

þriðjudagur, mars 16, 2004

Ef það er eitt þá er það allt!!
Þar sem ég er bláfátækur námsmaður sem vinnur eins og þræll, hlaðast á mig hlutirnir til að borga þessa dagana. Ekki nóg með það að þessi blessaði skóli sem ég er í ætlar að láta stúdenta borga skráningargjaldið í næstu viku þegar enginn á pening, heldur er bíllinn minn í ólagi og gæti það kostað mig einhverja þúsundkalla!!
En hvað getur maður annað en brosað þegar sólin skín svona glatt á mann eftir regnið mikla. Peningar eru bara peningar og eins og mamma mín segir, þetta reddast allt saman.

föstudagur, mars 12, 2004

Ég er frjáls....!!!!!

Hún Stefanía vinkona mín er 33ja ára í dag, til hamingju með daginn skvís!!

fimmtudagur, mars 11, 2004

Ég veit ekkert hvað ég á að skrifa um í dag. Veðrið er búið að vera svo ömurlegt undanfarna daga að það hefur rifið úr mér alla orku, þannig að eftir situr bara ekki neitt!! Tjjaaa, reyndar er maður búin að vera ansi duglegur að læra undanfarna daga þannig að ég gæti eflaust frætt ykkur um lærdómsöldina, Hallgrím Pétursson, laryngala og margt fleira. En ég held ég sleppi því bara og skrifa bara ekki neitt.
En ég gæti svo sem sagt ykkur frá sæta stráknum sem er með mér í skóla, það versta er að ég veit ekkert um hann, nema bara að hann er mjööög sætur.
Og svo á hún litla frænka mín bráðum afmæli og svo styttist í það að maður sjálfur verður árinu eldri. Þannig að nóg um að vera framundan.
Time flies when you're having fun!!

mánudagur, mars 08, 2004

Litla systir mín sendi mér sms í dag og bað mig að skilgreina ást. Það var nú orð sem ég hafði ekki hugsað lengi um og fékk mig til að hugsa um ástina.
Ekki er auðvelt að skilgreina ástina þar sem hún getur verið mjög persónubundin og túlkuð á mismunandi hátt. Við elskum hvern og einn einstakling í lífi okkar á sérstakan hátt og eru þessar manneskjur mismikilvægar fyrir okkur.
Ást er yndisleg tilfinning og er til margs konar ást, vinaást, foreldraást, ást elskenda o.fl.
En sú ást sem er eflaust fyrirferðamest í lífi manna er rómantíska ástin, ást elskenda. Hún getur fært mann upp til himnaríkis, en einnig niður til helvítis. Ástin lætur mann gera og segja alls konar vitlausa hluti. En það er eitthvað einstakt við það að vera elskaður og að elska einhverja manneskju útaf lífinu.
Langt er síðan ástin bankaði uppá hjá mér, en hún hefur gert það og er það langt síðan. Ég man hvernig það var þegar maður varð ástfangin fyrst. Ung og vitlaus hleypti ég mér í faðm ástarinnar og tók hún á móti mér opnum örmum. Eitt lítið augnaskot, smábros sem gat gert svartan dag bjartari en allt bjart. En þar sem ástin er einhver sú besta tilfinning sem hægt er að finna, er ástarsorg einhver sú erfiðasta sem ég hef kynnst. Úr himnaríki lá leiðin í djúpt svarthol, þar sem maður vorkenndi sjálfum sér og fannst lífið vera búið. En með tímanum var maður komin aftur í himnaríki, bara einn. Eftir þessa ferð í myrkrinu og ljósinu kemur maður upp á báðum fótum í tilveru þar sem allt er bæði bjart og dimmt, en fyrir vikið er maður reynsluríkari og sterkari sem einstaklingur þar sem þeir ástvinir sem eru til staðar geta gefið manni svo mikið.
Og vonandi einhvern tímann mun ástarengillinn vitja mín aftur og senda mér manneskju sem lætur magann fara í hringi bara við það að brosa.
En þangað til mun ég njóta lífsins sem einhleyp stúdentína, horfandi á alla sætu strákana sem verða á vegum mínum.
Það er gott að elska!!

fimmtudagur, mars 04, 2004

Jeij! Það er komin mynd af mér á bloggsíðuna mína. Ég orðin svo tæknileg(eða réttar sagt er þetta systur minni að þakka, thanks Marí!)
Og svo er ég komin með linka á heimasíður allra þeirra sem ég þekki sem eru í Kennó, kíkíð á það!! Það er mamma, María Helen, Signý vinkona og svo Rúní beib.