Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Það er ekkert smá gaman að fara á mótorhjól! Frændi minn bauð mér í ferð á mótorhjóli sínu á laugardaginn og keyrði um fjörðinn. Fyrst var maður dúðaður upp í of stórum mótorhjólafötum, hafa allt öruggt. Síðan keyrðum við um og frændi minn reyndi að hræða mig með allskyns kúnstum en tókst ekki því ég fílaði það alveg í botn! Efst á óskalista mínum þessa dagana er því mótorhjól, gotta get me one of those!

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Rosalega er ég ekki að nenna að blogga þessa dagana, og hef tekið að fólk í kringum mig eru sammála. Á sumrin er maður hreinlega ekki allan daginn fyrir framan tölvuna.
En úr slorinu er gellan komin í smiðsstarfið. Unnið er átta til sjö; mitt verk er að pússa og bera á glugga.
Og svo er maður orðin kennari, já, kennslan er í jazzballet og eru nemendur mínir á besta aldri, sjálfum gelgjualdrinum 12-14 ára.
Með sönnu má segja að dagarnir hafa farið í það að vinna, borða og sofa. Einstöku sinnum er horft á sjónvarpið eða gripið í bók.
Æ, hef ekki meira að segja og nenni heldur ekki að segja meira....

mánudagur, júlí 05, 2004

Bílinn minn er ónýtur, hann dó á leið minni suður til Reyjavíkur á föstudaginn. Í sakleysi okkar systra sungum við og tröluðum í drossíunni rauðu þegar óhljóð byrjaði að heyrast frá bílnum og endaði sú leið í vegkanti við Melasveit sem er skammt frá Akranesi.
Þrátt fyrir stuttan tíma saman hefur bíllinn þjónað sínum tilgang, hann hefur staðið við hlið mér í gegnum súrt og sætt. Það hefur verið hlegið og grátið í þessum bíl og raddböndin oft og mörgu sinnum verið þanin við hljóma flottu græjana minna.
En hirðuleysi og kæruleysi mitt hefur gert það að verkum að nú stendur þarfasti þjónninn í mínu lífi dauður á bílastæðinu heima í Reykjavík. Leið hans liggur líklegast á haugana...
En ef einhver veit um ódýran góðan bíl, endilega látið mig vita. Ég lofa að hugsa vel um hann.