Helgin var svo góð, svo ljúf að annað eins þekkist ekki í manna minnum.
Helgin byrjaði á hádegi föstudags, við óli skunduðum með prófessorum, kennurum og öðru starfsfólki Hugvísindadeildar á deildardag sem haldinn var á hóteli við bláa lónið. Þar ræddum við um framtíð deildarinnar og svo skólans og aðstöðu vanda hans. Ekki var það leiðinlegt að sitja með helsta fólki hugvísinda á Íslandi og ræða allt frá skemmtisögum af málfræðingum til málfræðarinnar sjálfrar og þeirrar yndislegrar fræðigreinar. Ekki leiðinlegt, ó nei.
Síðan var haldið á (sadly to say) kveðjupartý Svanhvítar Lilju(hinar fögru)á Gauknum þar sem enn var meir drukkið af fríu áfengi og ekki leiðinlegri félagsskapurinn þar á bæ, umvafin var maður af góðum vinum og skemmtilegu fólki sem litar tilveruna á mjög svo skemmtilegan hátt, svo ekki sé minna sagt.
Hápunktur helgarinnar má þó með sönnu segja vera "píu" djammið er átti sér stað í gær. Við dansipíur Kramhúsins ákváðum að hittast í nýju íbúðinni hennar Allýar, hlustuðum á britney og mikka, tjúttuðum, drukkum, spjölluðum og drukkum enn meir. Leiðin lá svo niður í bæ þar sem föngulegur aðdáandaklúbbur safnaðist í kringum aðalpíur bæjarins og ekki þurfti að hafa áhyggjur af áfengi þar sem aðdáandaklúbburinn sá vel fyrir okkur stúlkunum. Segja má að við stúlkurnar höfum átt staðinn því annað eins hefur ekki sést í manna minnum og sporin voru íðifögur enda kunnum við svo sannarlega að stíga þau!!
Í dag fórum við Svanahvíta hin spænska svo í bláa lónið ásamt kornelíu, kærasta hennar og gellu sem enginn veit hvað heitir, shame shame. Yndislegt var það að láta þreytu og þynnku eftir annasama helgi líða út í stað suðursins. Þar sem helgin byrjaði endaði hún líka, sniðug er stelpan!!
Og enn bætist í hópinn í safn bloggara hér á tengilsíðunni. Hún Katarína, hin föngulega kennaraháskólastúdentína lætur í sér heyra á bloggsíðu sem hún heldur ásamt vinkonum sínum. Check it!!