Fékk þetta sms sent frá vinkonu minni um daginn:
"Búin að redda ísskáp með frystihólfi! Ætla svo að hætta að blekkja sjálfa mig og koma útúr skápnum."
Þar sem ég var að keyra á heimleið, fremur þreytt seint á kveldi, varð ég að stöðva sjálfrennireið mína og líta tvisvar á þetta. Hjartað sló ört og ég vissi ekki hvað segja skyldi. Hugur minn fór að reika, hvað meinti hún með þessum orðum? Var ég að misskilja eitthvað? Myndi ástarjátningin koma í næsta sms-i?
Svo ég ákvað að slá á þráðinn, fann númerið og hringdi.
Stúlkan lá í hláturskasti á hinni línunni og sagði þetta vera grín, ég hló náttúrulega með og hálffegin yfir því að vinkonan væri ekki hinsegin. Sérstaklega þar sem við erum að fara að búa saman. Vinur hennar hafði verið að fikta við símann, sent mér þetta ágæta sms og látið mig, svo unga, næstum því fá hjartaáfall.
En með þessari lífsreynslu fór ég að velta fyrir mér hvort ég væri fordómafull gagnvart samkynhneigðum? Ég hef ætíð sagt við mig og aðra að ég hafi svosem ekkert á móti samkynhneigðu fólki, þeir hafa sitt val og ég ætla ekki að fara segja þeim hvernig lífinu eigi að lifa.
Um daginn sá ég strák sem ég sat í tíma með í vetur leiða annan strák niður Laugarveginn og svo kyssti hann drenginn og ég fékk alveg sjokk!! Er maðurinn hýr? hugsaði ég með mér og fannst það pínu pitty þar sem ómyndarlegur drengurinn var ei.
Kannski er það í lagi að segja, já já samkynhneigðir ok, en þegar einhver nákomin þér eða sætur strákur verður svo hinsegin þá hef ég ekki hugmynd um það hvað mér finnst.
Skrýtna ég...