Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

þriðjudagur, september 13, 2005

Langt er síðan rósin hefur hér skrifað viskukorn, en ástæðan er einfaldlega vegna internetsleysis heimavið, tímaleysis og hrein og skökk leti.
Ég gæti skrifað hér endalausa vitleysu um það sem hefur gengið á í mínu litla einfalda íslenska lífi en mun ekki gera það, nenni því ekki. Og ekki nenni þið að lesa um pípulagningahugleiðingar okkar sambýlinga, eða hvers vegna tíðbeyging hljómaði ekki lengur áhugavert lokaverkefni og svo hvers vegna bókahillurnar voru viku að komast uppá vegg þó svo að þær voru boraðar upp fyrsta daginn.
Ég ætla fremur að tilkynna það að ég er flutt úr gettóinu og held mig nú í vesturhluta borgarinnar. Þar krýlist ég ásamt minni góðvinkonu Lilju, a.k.a.Svanhvíti, og höfum við komið okkur allvel fyrir.
Skólinn byrjaður á fullu og lokaverkefnið hið nýja er í deiglunni ásamt öðru.
Annars er hið sama við heygarðshornið, enn lítil, enn skolhærð og enn dansandi villt og tryllt um götur bæjarins. Talandi um dans hef ég nú skipt yfir í gamla skólann minn, þ.e. hinn háttvirta JSB og mun vera þar í vetur ásamt Katrínu höfugu.
Í lokin ætla ég að tilkynna nýja tengiliði, sem eru Ásdís, kona frænda míns, og svo er hún Katarína komin með sitt eigi blogg og hef ég því breytt slóðinni.
Vonum nú að ekki líði mánuður til næstu færslu.